Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Myndbönd » Ýmir Örn: „Það átti enginn okkar skilið að klæðast treyjunni í kvöld“

Ýmir Örn: „Það átti enginn okkar skilið að klæðast treyjunni í kvöld“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Ýmir Örn varnarsleggja Valsara var hundfúll erftir stórt tap í kvöld og viðurkenndi að valsliðið hefði verið algerlega út á túni í kvöld og í raun og veru hefði enginn átt skilið að vera í valstreyjunni í kvöld.

„Við mættum ekki til leiks og þetta var þvílíkur aumingjaskapur í okkur og það átti engin skilið að vera í treyjunni í kvöld nema stuðningsmenn okkar sem sungu og trölluðu allan tímann.“

„FH liðið er gott og það vita allir að þetta lið kann að spila handbolta þeir eru fínir í vörn og eru snöggir upp sem skiluðu þeim fullt af hraðaupphlaupum og það var erfitt að koma sér í gang og það á ekki að vera það þegar svona mikið er undir.

„Það verður ekki vandamálið að gíra sig uypp eftir svona leik og það verður alveg á hreinu að við mætum dýrvitlausir til leiks á sunuudaginn“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir