Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Myndbönd » Vignir Stefánsson: „Ég sjálfur tók mig aðeins á í janúarmánuði“

Vignir Stefánsson: „Ég sjálfur tók mig aðeins á í janúarmánuði“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Vignir Stefánnsson vinstri hornamaður Vals sagðist aldrei hafa fundið fyrir pirring og að hlutirnir væru ekki að falla með hans mönnum í dag þrátt fyrir að Valsmenn hafi verið undir allan fyrri hálfleikinn.

„Ég var aldrei pirraður enda fannst mér þetta aldrei vera neitt að renna úr höndunum á okkur og mér leið allan tímann mjgö vel. Þetta var einn af þessum jöfnu fyrri hálfleikjum og bara í raun bara eins og við vildum hafa þetta svo mér leið bara mjög vel.“

„Við vorum kannski aðeins í basli sókanarlega og það vantaði kannski svona herslumuninn fannst mér, en við fórum yfir það í hálfleiknum og þegar vörnin small þá vissum við að þetta væri að koma“.

Vignir hefur verið afar stígandi í sínum leik undafarið og hann sagðist hafa aðeins tekið sig á og væri bara að uppskera.

„Ég held að allir eigi eitthvað inni einhverstaðar en já ég tók mið aðeins á í janúar. Við tókum okkur allir aðeins og og við vissum að það væri ruglað leikjaprógram framundan og það var bara rugl. En ég fæ aðeins líka að njóta góðs að því hvað vörnin er geggjuð hjá okkur sem býr til hraðaupphlaup fyrir mig.“

En verðurðu áfram í Val á næsta ári?
„Já, ég get bara staðfest það að ég verð áfram og það er ekkert sem ég er að skoða t.d. erlendis frá.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir