Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Valur og FH í góðri stöðu í Evrópuverkefnum sínum en Mosfellingar úr leik

Valur og FH í góðri stöðu í Evrópuverkefnum sínum en Mosfellingar úr leik

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

FH er komið í aðra um­ferð EHF-bik­ars karla í hand­knatt­leik eft­ir 31-25-sig­ur á Dukla Prag frá Tékklandi í seinni leik liðanna sem háður var í Kaplakrika í dag.

FH sigraði fyrri leik liðanna með 3 mörkum og það einhvernveginn var aldrei í hættu í dag að þeir myndu tapa því niður. FH leiddi með 3 mörkum í hálfleik, 15-11 og voru þá búnir að fara illa með fjölmörg góð færi til að auka muninn en meirta.

FH var svo yfir áfram allan seinni hálfleikinn og sýndu mikla skynsemi í sýnum leik og gestirnir komust aldrei almennilega til að ógna þeim. Lokaniðurstaðan 6 marka sigur, 31-25 og FH komið áfram.

Valsmenn léku einni í evrópukeppninni í dag og þar unnu þeir  ít­alska liðið SSV Bozen með sjö marka mun, 34-27 í fyrrileik liðanna sem háður var í Valsheimilinu en seinni leikurinn verður háður þar á morgun einnig.

Valsmenn með góð tök á þessum leik lengst af og leiddu með 4 mörkum í hálfleik 16-12. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu og staða valsmanna góð fyrir seinni leikinn sem eins og áður sagði verður háður í Valsheimilinu á morgun.

Aft­ur­eld­ing  er aftur á móti úr leik í sinu evrópuverkefni en þeir tapaði  fyr­ir norska liðinu Bækk­ela­get 29-27 í noregi í dag en Mosfellingar höfðu einnig tapað fyrri leikn­um í Mos­fells­bæ með einu marki 26-25. Sénsinn var til staðar vissulega en því miður tókst Aftureldingu ekki að snúa við dæminu.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir