Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Yngri flokkar » Valur Íslandsmeistari í 2.flokk karla

Valur Íslandsmeistari í 2.flokk karla

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Daníel Þór Ingason valur kkValsmenn urðu Íslandsmeitarar í 2 flokk karla nú rétt í þessu eftir eins marks sigur á Fram 26-27 eftir mikinn karakter sigur.

Framarar voru með frumkvæðið í leiknum, Daníel Þór Guðmundsson markvörður Fram með stórleik í markinu, Staðan eftir 10 mínútnha leik 4-4 og mikil barátta í leiknum.

Valsmenn löguðu til sóknarleikinn hjá sér og komust yfir og Fram var komið í eltingarhlutverkið. Munurinn samt aldrei nema 1 mark og staðan 9-8 eftir 20 mínútur.

Framarar voru svo sterkari undir lokin á fyrri háfleiknum og komust í 3 marka forskot, 13-10.

Hálfeikstölur 13-11 fyrir Fram og það líklega verðskuldað. Markahæstur úr fyrri háfleik hjá Fram Sigurður Örn Þorsteinsson með 6 og hjá Val Daníel Öern Ingason með 5 mörk.

Daníel Þór í marki Fram með flotta markvörslu í fyrri hálfeiknum eða 11 bolta en markmenn Vals ekki að finna sig.
Fram hélt uppteknum hætti í upphafi seinni háfleiks og héldu áfram að leiða með 2-3 mörkum.

Valsmenn komu svo með gott áhlaup og minnkuðu muninn í eitt mark og þá urðu Framarar fyrir áfalli að missa Arnar Frey útaf með rautt spjald eftir hans 3 brottvísun.

Staðan 16-16 þegar seinni háfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ljóst að lokakaflinn yrði æðisgengin. Leikur Fram orðin háflvandræðalegur og Valsmenn sneru þessu sér í vil og komust í 20-21. Daníel Andri að koma sterkur inn í mark Vals og var að verja hvert dauðafæri Fram eftir annað.

Staðan 20-22 fyrir Val þegar 10 mínútur voru eftir. Mikil seigla hjá Val og flott endurkoma. Eftir góðan fyrri háfleik var seinni hálfleikurinn allt annar hjá Fram. Haraldur tók leikhlé og endurskipulagði leikinn hjá sínum mönnum og það svínvirkaði. Fram jafnaði og komst aftur yfir, 23-22 þegar 5 mínútur voru eftir.

En glæsilegur og skynsamur lokakafæli Vals færði þeim sigur að lokum þó tæpur hafi hann verið en lokatölur 26-27 fyrir Val.

Markahæstir Fram: Sigurður Örn Ingason 9, Ragnar Þór Kjartansson 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3.
Markahæstir Vals: Daníel Þór Ingason 8, Sigurvin Jarl Ármansson 5, Helgi Karl Guðjónsson 4.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir