Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild kvenna » Valur fékk norska stelpu í markið

Valur fékk norska stelpu í markið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Lina Mekvik Rypdal gerði á dögunum samning við handknattleiksdeild Vals um að leika með félaginu á komandi leiktíð.

Lina er norskur markvörður sem gengur til liðs við Val frá Molde, en hún er 29 ára gömul og hefur leikið allan sinn feril í Noregi með liðum í efstu og næstefstu deild.

Lina kom til landsins á prufu fyrir rúmri viku og var ákveðið í kjölfarið að ganga til samninga við þennan öfluga markvörð.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir