Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Coca Cola bikar » VALUR BIKARMEISTARI 2017

VALUR BIKARMEISTARI 2017

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Valsmenn urðu Bikarmeistarar rétt í þessu þegar þeir báru sigurorð af Aftureldingu 25-22 í frábærum leik þar sem Valsmenn voru sterkari á lokakaflanum

Það voru Aftureldingsmenn sem voru með frumkvæðið í byrjun en munurinn aldrei meiri en 1-2 mörk. Lítið skorað á kostnað tveggja sterkra varna og staðan 5-4 eftir korter. Liðin með sama mannskap og í undanúrslitaleikjunum í gær en það var ekki að sjá þreytumerki. Leikurinn hraður og mikil barátta.

Mosfellingar áfram með 1-2 marka forystu sem fór mest í 3 mörk, undir lokin á fyrri háfleiknum voru Valsmenn þó búnir að minnka muninn í 1 mark, og þeir jöfnuðu svo í 9-9 þegar 3 mínútur voru í leikhlé.
Valsmenn að leika sterka 6-0 vörn sem Mosfellingar voru búnir að vera í smá vandræðum að opna undir lok fyrri hálfleiksins.

Jurik kom svo Valsmönnum yfir 11-10 rétt fyrir leikslok og þannig stóðu leikar í leikhlé. Flottur leiur með góðar varnir og markvörslu. Josip Jurik að spila vel fyrir Valsmenn og þeirra markahæstur. Hjá Aftureldingu var Árni Bragi með 5 mörk og mun betri leik en í gær og það munar um það.

Það var sama baráttan í upphafi seinni hálfleiks en Valsmenn náðu svo að jafna og komast yfir 13-12 eftir tæpar 40 mínútur. Stemningin þeirra megin að vera komnir yfir og þeir náðu í kjölfarið 3 marka forystu 16-13. Áfall fyri r Mosfellinga að Pétur Jíuníusson virtist vera meiddur.

Lengra komust Valsmenn ekki í bili og Afturelding minnkaði muninn í 1 mark og munurinn áfram 1-2 mörk Val í vil. Staðan 19-19 þegar 10 mínútur voru eftir og rafmagnað loft í höllinni. Gunnar Malmquist kom svo Mosfellingum yfir þegar 6 mínútur voru eftir en Ýmir Örn jafnaði jafn harðan.

Staðan 21-21 þegar 5 mínútur voru eftir og ljóst að lokakaflinn yrði einhver geðveiki. Valsmenn skoruðu svo tvö mörk í röð og voru komnir með 23marka forsytu þegar 2 mínútur voru eftir, 23-21. Bubbi varði í næstu sókn Mosfellinga og hlutirnir virtust vera að detta valsmegin þegar Jurik skoraði svo 24-21 og 2 mínútur eftir.

Ýmir Örn innsiglaði svo sigur Vals með marki þegar aðeins mínúta var eftir. lOKATÖLUR 26-22 og Valur bikarmeistari annað árið í röð.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir