Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Úrslit yngri flokka | Sjö Íslandsmeistarar krýndir í Dalhúsum

Úrslit yngri flokka | Sjö Íslandsmeistarar krýndir í Dalhúsum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Í dag fóru fram úrslit 2.-4. flokki karla og kvenna og  alls urðu sjö Íslandsmeistarar krýndir en úrslitadagurinn Íslandsmótsins fór fram í Dalhúsum í dag og kvöld.

Alls voru krýndir sjö Íslandsmeitarar úr leikjum dagsins en lokaleikur dagsins fór fram klukkan 20:30 og var í 2 flokki karla þars em valsmenn báru sigur úr býtum en þeir sigruðu einnig Fram í bikarúrslitum í Final foru helginni.

Hér að neðan má sjá alla þá flokka flokka sem urðu Íslandsmeistarar en einnig var besti leikmaðurinn valin úr hverjum leik.

Víkingur var Íslandsmeistari í 4.kv yngri eftir 18-15 sigur á Fram í spennandi leik. Brynhildur Vala Björnsdóttir var valin maður leiksins. Brynhildur átti stórleik bæði í vörn og sókn og skoraði 6 mörk í leiknum.

Selfoss varð Íslandsmeistarar 4. fl karla yngri þegar liðið sigraði FH 33-30.
Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins en hann skoraði 18 mörk en hann vaktui mikla athygli í Final 34 helginni fyrir svipaðan frammistöðu.

Fjölnir varð Íslandsmeistarar 4. fl karla eldri þegar liðið sigraði Val 25-24 í æsispennandi leik.
Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals var valinn maður leiksins en hann skoraði 8 mörk.

Fylkir varð Íslandsmeistarar 4. fl kvenna eldri þegar liðið sigraði Val 26-22.
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir leikmaður Fylkis var valin maður leiksins en hún skoraði 11 mörk.

ÍBV urðu Íslandsmeistarar 3. fl karla þegar liðið sigraði FH 35-34 í hörkuspennandi framlengdum leik.
Ágúst Emil Grétarsson leikmaður ÍBV var valinn maður leiksins en hann átti stórleik og skoraði 8 mörk.

Fram varð Íslandsmeistarar 3. fl kvenna eftir sigur á Fylki 25-21.
Maður leiksins var valin Thea Imani Sturludóttir en hún átti góðan leik og skoraði 11 mörk.

Valur var Íslandsmeistari 2. fl karla eftir sigur á Fram 27-26.
Maður leiksins var valinn Daníel Þór Ingason leikmaður Vals en hann skoraði 8 mörk í leiknum.

 

 

 

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir