Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Erlent » Undanúrslit klár – Norðmenn síðasta Norðulandþjóðin

Undanúrslit klár – Norðmenn síðasta Norðulandþjóðin

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Það er farið að styttast í lok heimsmeistaramótsins og í dag voru átta liða úrslit spiluð. Svekkelsi dagsins var tap sænskra lærisveina Kristjáns Andréssonar fyrir gestgjöfum Frakklands. Leikurinn var gríðarlega hraður og jafn fram á síðustu mínúturnar, þegar Frakkar náðu að slíta sig frá gestunum. Engu að síður vantaði ótrúlega lítið upp á að kornungt lið Svía myndi ná að slá Frakkana út.

Norðmenn eru því eina Norðulandaþjóðinn í undanúrslitum. Þeir voru miklu betri framan af leik en þegar þeir voru komnir með með níu marka forystu og aðeins tíu mínútur eftir slökuðu þeir aðeins á takinu. Ungverjar gerðu atlögu að þeim en bilið var bara orðið allt of stórt og Norðmenn sigruðu með þremur mörkum.

Þá vann Slóvenía góðan sigur gegn Katar og mætir því Frökkum á fimmtudaginn. Í stórleik Spánar og Króata fóru Króatar með eins marks sigur.

Undanúrslit fara fram á fimmtudaginn. Frakkar mæta Slóvenum og Króatar keppa við Noreg.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir