Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » U-21 | Strákarnir lagðir af stað á HM | Undanriðillinn á ekki að vera vandamál

U-21 | Strákarnir lagðir af stað á HM | Undanriðillinn á ekki að vera vandamál

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

 

Íslenska U-21 árs landslið Íslands er farið til Alsír á HM og verður fyrsti leikur liðsins gegn Argentínu 18 júlí eða á þriðjudaginn.

Það er ljóst að það má gera kröfu um að íslenska liðið skili sér uppúr undanriðlinum enda fjögur lið sem fara beint upp úr hverjum riðli.

Ísland er einfaldlega með eitt sterkasta liðið í þessum riðli og talið sigurstranglegast og það á hreinlega að berjast um fyrstu tvö sætin.

Það skiptir þó miklu máli hvernig við förum upp úr riðlinum upp á framhaldið og eins og venjulega á stórmótum gefur 1.sætið leik gegn liði sem kemur úr sínum riðli í 4.sætinu, 2 sætið lið í 3 sætinu og svo framvegis.

Íslenska liðinu má því ekki mistakast neitt í þessum undanriðli og líklegt að þjálfararnir Sig­ur­steinn Arn­dal og Ólaf­ur Stef­áns­son leggi upp með að keyra í hvern einasta leik á fullu.

Kíkjum aðeins á þessi lið sem spila í okkar riðli en þar er líklega sterkasti andstæðingurinn Króatía og líklegt að Ísland og Króatía berjist um fyrsta sætið í riðlinum. Króatía endaði í 3 sæti síðasta EM en Ísland hefur þó alltaf sigrað þá á stórmótum.

Heimamenn í Alsír eru algerlega óskrifað blað og þar vita menn ekkert út í hvað er verið að fara. Það er ekki mikið vitað um heimamenn og er búið að vera erfitt að að útvega sér efni með þeim. Liðið er þó hávaxið og með 2 metra markmann og stórar skyttur.

Argentínu er lið sem gæti komið á óvart í riðlinum og það lið sem gæti strítt stærri liðum, þeir hafa verið að vaxa í handboltanum og verið sterkir síðustu árin og eru að koma upp sterku A landsliði. Lið sem má ekki vanmeta.

Marokkó er lið sem ekki hefur sést mikið af síðustu ár og eins og með lið Saudi Arabíu má búast við að þessi lið verði að berjast um að koma sér upp í milliriðil. Ísland á ekki að hafa miklar áhyggjur af þessum tveim liðum og þarna ættum við að fá stóra sigra.

Íslensku þjálfararnir hafa þó smá tækifæri til að skoða þau lið sem minna er vitað um áður en við spilum gegn þeim þar sem fyrsti leikur er gegn Argentínu og svo Saudi Arabíu áður en kemur að frídegi.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir