Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » U-21 karla | Kristján Örn: „Hugur okkar allra er hjá Gísla Þorgeiri“

U-21 karla | Kristján Örn: „Hugur okkar allra er hjá Gísla Þorgeiri“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Það er hoggið smá skarð í leikmannahóp íslenska U-21 árs landsliðsins sem nú er komið til Alsír á HM en þrír leikmennn  sem allir hafa verið viðriðnir liðið sátu eftir heima vegna meiðsla.

Línumaðurinn Sturla Magnússon hefur verið að glíma við brjósklos í baki í talsverðan tíma og fór í aðgerð í sumar og hann varð því að sitja heima en Sturla hefur verið fastamaður yngri landsliða unanfarin ár.

Egill Magnússon stórksytta og leikmaður Team Tvis Hol­ste­bro hefur verið að ganga gegnum erfið meiðsli á hné sem hafa verið að plaga hann í talsverðan tíma. Egill var að mynda tæpur fyrir síðasta EM mót og þurfti að hvíla þar vegna meiðsla sinna í einhverjum leikjum. Ákveðið var að hann sæti heima í ár.

Gísli Þorgeir Kristjánsson er sá leikmaður sem hvað mest hefur verið í umræðunni hér heima undanfarið enda þykir hann eitt mesta efni sem komið hefur fram síðustu misseri.

Gísli sem hefur verið í viðræðum við stórlið Kiel í sumar hefur þó ekki lengi verið viðriðinn U-21 árs hópinn en kom inn í liðið í undankeppninni í Serbíu og fékk talsvert hlutverk.

Brotthvarf Gísla er líklega það stærsta fyrir hópinn en hann meiddist á æfingu með líðinu í lokaundirbúningnum þegar hann fór úr axlarlið. Kristján Örn Kristjánsson skytta íslenska liðsins sem hefur verið lengi með liðinu segir þetta hafa verið mikið sjokk.

„Það var rosalega leiðinlegt að sjá Gísla detta úr hópnum með þessum hætti og þetta var mikið sjokk fyrir liðið. Versti sársaukinn er samt hjá honum sjálfum að komast ekki með og ég veit að hann var sjálfur gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og talaði mikið um þetta mót innan hópsins. Hugur okkar allra er því algerlega hjá honum,“ sagði Kristján, en ítarlegra viðtal við Kristján mun birtast á vefnum fyrir mót.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir