Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » U-17 karla | 3 sætið á European Open og Stiven Valencia valinn í All star

U-17 karla | 3 sætið á European Open og Stiven Valencia valinn í All star

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

U-17 ára landslið Íslands vann Noreg 31-25 í Scandinavium höllinni í Gautaborg og tryggði sér þar með 3. sætið á European Open.

Leikurinn fór fjörlega af stað, íslenska liðið byrjaði betur en Norðmenn komu sterkir tilbaka og náðu 4 marka forystu þegar 23 mínútur voru liðnar. Strákarnir okkar tóku þá mikinn sprett, jöfnuðu leikinn og komust yfir á örskömmum tíma. Staðan í hálfleik 14-13.

Í síðari hálfleik komst íslenska liðið fljótlega 4 mörkum yfir, 20-16 en Norðmenn voru fljótir að jafna 20-20. En þá tóku íslensku strákarnir frábæran kafla, lokuðu vörninni og keyrðu hraðaupphlaup eins og enginn væri morgundagurinn. Lokatölur urðu 31-25, magnaður sigur á frændum okkar frá Noregi.

Stiven Valencia vinstri hornamaður og leikmaður Vals var síðan í lok móts valinn í All-star lið mótsins.

Markaskorarar Íslands í leiknum:
Ívar Logi Styrmisson 8, Stiven Tobar Valencia 7, Einar Örn Sindrason 6, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Jón Bald Freysson 2, Davíð Elí Heimisson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1, Blær Hinriksson 1, Magnús Orri Axelsson 1.
Sigurður Dan Óskarsson varði 20 skot í marki íslenska liðsins.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir