Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Erlent » Þýski boltinn | Kiel að kasta titlinum frá sér | Arnór frábær í liði Bergischer

Þýski boltinn | Kiel að kasta titlinum frá sér | Arnór frábær í liði Bergischer

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
Arnóir Þór.

Arnir Þór.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel nánast hentu draumnum um að verða þýskur meistari út um gluggann í gærkvöldi en Kiel tapaði þá fyrir Melsungen á útivelli 29-28.

Kiel er nú heilum sex stigum frá toppliði Rhein-Neckar Löwen en þeir munu að öllum líkindum berjast við Flensburg um titilinn stóra.

Rhein-Neckar Löwen tók við toppsætinu aftur eftir úrslit gærkvöldsins þegar þeir sigruðu Wetzlar á útivelli, 23-19. Í þeim leik komst Stefán Rafn Sigurmannsson vinstri hornamaður liðsins ekki á blað, en Alexander Petterson skoraði tvö mörk.

Erlingur Richardsson þjálfari Füsche Berlin og lærisveinar hans misstigu sig ekkert á móti Lübbecke og unnu stórt.
Fjölnismaðurinn Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir lið sitt Gummersbach í sigri á Goppingen.
Arnór Þór Gunnarsson var frábær í liði Bergischer í sigri á Balingen og skoraði átta mörk og var með rétt um 90% skotnýtingu.

Úrslit þýska boltans um helgina:
Hannover-Burgdorf 28-23 Lemgo
Melsungen 30-29 Kiel
Magdeburg 34-23 Stuttgart
Wetzlar 19-23 Rhein-Neckar Löwen
Flensburg 35-18 Eisenach
Balingen 26-31 Bergischer
Lubbecke 25-32 Fuchse Berlin
Goppingen 28-21 Gummersbach

1. Rhein-Neckar 30 26 0 4 854:658 52
2. Flensburg-H. 30 24 3 3 900:740 51
3. Kiel 30 22 2 6 911:780 46
4. MT Melsungen 30 20 3 7 850:772 43
5. Fuchse Berlin 30 18 3 9 847:767 39
6. Goppingen 30 18 1 11 826:764 37
7. Hannover-Burgdorf 31 14 8 9 868:853 36
8. HSG Wetzlar 31 15 4 12 794:792 34
9. Gummersbach 30 15 3 12 814:805 33
10. SC Magdeburg 30 12 7 11 831:822 31
11. Leipzig 30 11 4 15 790:844 26
12. Bergischer 30 9 1 20 760:841 19
13. Lemgo 30 8 2 20 791:885 18
14. HBW Balingen-Weilstetten 30 6 3 21 788:866 15
15. TVB Stuttgart 30 4 6 20 742:866 14
16. Eisenach 30 4 2 24 751:940 10
17. N-Lubbecke 30 2 4 24 750:872 8

Eftir sigur Flensburg í gær og Löwen í dag þurfti Kiel á sigri að halda til að eiga von á því að verja titilinn sem Kiel hefur hampað ellefu sinnum á síðustu tólf árum og fjögur ár í röð.

Kiel leiddi 17-14 í hálfleik en heimamenn í Melsungen með Momir Rnic fremstan í flokki náðu að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og að knýja fram sigur á lokamínútum leiksins.

Eftir leikinn er Kiel sex stigum frá toppsætinu þegar fjórir leikir eru eftir en Kiel er áfram með þriggja stiga forskot á Melsungen í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen náðu hinsvegar toppsætinu á ný af Flensburg með naumum 23-19 sigri á Wetzlar á útivelli.

Kim Ekdahl fór fyrir liði Löwen í dag með fimm mörk en Alexander bætti við tveimur mörkum á meðan Stefán Rafn komst ekki á blað.

Í 2. deildinni siglir Aue lygnan sjó en liðið komst aftur á sigurbrautmeð 24-18 sigri á Rostock í dag eftir tvo tapleiki í röð.

Bjarki Már Gunnarsson var öflugur í varnarleik Aue að vanda en bætti við þremur mörkum í sókninni en Árni Þór Sigtrygsson bætti við tveimur mörkum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir