Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Erlent » Þýski boltinn | Íslensku mörkin – Arnór þór með 9 mörk í tapi

Þýski boltinn | Íslensku mörkin – Arnór þór með 9 mörk í tapi

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

arnór þór islandÍ dag fór 32. umferð fór fram í þýska boltanum í dag og er nú aðeins ein umferð eftir í deildinni.

Fyrir umferðina beindust flest augu af Rhein-Neckar Löwen og Flensburg en þessi lið slást um 1.sætið. Fyrir umferðina voru Löwen menn með eins stig forskot. Bæði lið unnu stórsigur í sínum leikjum og staðan á toppnum því óbreytt, Löwen menn enn á toppnum með eins stig forskot þegar.

Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigumannsson spiluðu með Löwen í dag og skoraði Alexander 1 mark en Stefán tvö.
Arnór Þór Gunnarsson átti flottan leik með Bergischer þrátt fyrir stórt tap á móti Flensburg og skoraði 9 mörk þar 7 úr vítum. Björgvin Páll stóð vaktina í marki Bergischer og varði 10 skot sem gerði 22% markvörslu.

Bjarki Már Elísson spilaði með Fuchse Berlin í sigri liðsins á Balingen og skoraði Bjarki 1 mark þegar Erlingur Richardsson og lærisveinar hans sigruðu Balingen með einu marki sem kom á lokasekúndunum.
Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði tvö mörk fyrir Eisenach í tapi á móti Melsungen.

Þetta þýðir að Rhein-Neckar Löwen er þýskur meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Flensburg 41-27 Bergischer (21-16)
Goppingen 35-25 Lemgo (18-13)
Balingen 31-32 Fuchse Berlin (13-15)
HSG Wetzlar 29-30 Leipzig (13-15)
Kiel 32-23 Stuttgart (16-11)
Melsungen 31-25 Eisenach (16-12)
N-Lubbecke 23-35 Rhein-Neckar Löwen (10-17)
Magdeburg 31-27 Gummersbach (17-11)

Staðan eftir leiki dagsins:

1. Rhein-Neckar  32 28 0 4 916:704 56
2. Flensburg-H.  32 26 3 3 969:785 55
3. Kiel 32 24 2 6 974:822 50
4. MT Melsungen 32 22 3 7 910:825 47
5. Fuchse Berlin 32 20 3 9 910:825 43
6. Goppingen 32 19 1 12 888:820 39
7. Hannover-Burgdorf 32 14 8 10 891:880 36
8. SC Magdeburg 32 14 7 11 895:880 35
9. Gummersbach 32 16 3 13 874:864 35
10. HSG Wetzlar 32 15 4 13 823:822 34
11. Leipzig 32 13 4 15 856:904 30
12. Bergischer 32 9 1 22 815:911 19
13. Lemgo 32 8 2 22 847:953 18
14. HBW Balingen-Weilstetten 32 6 3 23 850:934 15
15. TVB Stuttgart 32 4 6 22 783:926 14
16. Eisenach 32 4 2 26 795:1002 10
17. N-Lubbecke 32 2 4 26 801:940 8
18. Hamburg  0 0 0 0 0:0 0
ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir