Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Þrándur Gíslason samdi við Hvíta Riddarann

Þrándur Gíslason samdi við Hvíta Riddarann

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Línumaðurinn Þrándur Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Hvíta Riddarans.

Þrándur lék síðast með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu en hann tók einnig stuttan túr norður fyrir heiðar þar sem hann lék með Akureyri.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikill fengur varnartröllið úr Mosfellsdalnum er fyrir komandi átök Hvíta Riddarans í 1. deildinni.

Hvíti Riddarinn hefur einnig tryggt sér línumanninn sterka Einar Héðinsson sem hefur skrifað undir eins árs samning við Hvíta Riddarann. Einar sem lék síðast með ÍH hefur einnig leikið með Aftureldingu og Selfossi á síðastliðnum árum.

Það er því ljóst að Hvíti Riddarinn verður ekki í vandræðum með að manna línuna í Grill 66 deildinni í vetur.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir