Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Þrándur Gísla: „Línumannskeppur eins og ég verður að æfa eins og skepna“

Þrándur Gísla: „Línumannskeppur eins og ég verður að æfa eins og skepna“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Þrándur á góðu flugi inn í teig Hauka með Aftureldingu í fyrra.

Eins og komið hefur fram hefur Hvíti Riddarinn í Mosfellsbæ verið að sanka til sín leikmönnum undafarnar vikur og reyndar misst líka eitthvað jafnóðum, því Davíð Svansson samdi við félagið en ákvað að slá svo til og færa sig upp í efstu deild með Víkingum.

Einn af þeim leikmönnum sem samið hafa við þetta venslafélag Aftureldingar er línumaðurinn, Þrándur Gíslson Roth sem hefur gert það gott með Akureyri undanfarin misseri ásamt Aftureldingu.

Við ræddum þessi félagaskipti við Þránd og forrvitnuðumst hvað olli því að hann færir svi nú nipður um eina deild.

„Þessi félagsskipti verða vegna tilkomu venslaliðs Aftureldingar, Hvíta Riddarans, sem hefur undanfarin ár spilað í utandeildinni“.

„Ég tek þeirri þróun fagnandi að fjölgun hefur orðið á handknattleiksliðum á íslandi sem að taka sportinu alvarlega en ekki “háalvarlega“ eins og tíðkast hefur hjá liðum í úrvalsdeildinni og mörgum liðum í fyrstu deildinni“.

„Það er virkilega jákvætt að í íslenskum handknattleik tíðkist hvílíkur metnaður að það sé nánast atvinnumennsku álag þ.s. æft er 5-6 í viku, stundum oftar á undirbúningstímabili“.

„Það sem hefur hinsvegar vantað en hefur verið að þróast í rétta átt, er vettvangur fyrir menn að æfa sem ekki hafa tök á að stunda sportið 6-7 í viku en vilja samt eitthvað meira en utandeildarstemmningu. Þetta er til þess gert að halda fleirum í sportinu lengur og þannig halda mikilli reynslu inni í íslenskum handknattleis sem annars tapaðist“.

„Það er nefnilega þannig að þegar menn þurfa að velja á milli þess að spila handknattleik eða hitta börnin sín, þá er það ekkert flókið val. Þessi félagaskipti verða því vegna þess að ég hef hug á að halda áfram í handknattleik, en sé ekki lengur fram á að binda mig á kvöldmatartíma og háttatíma barnanna alla daga vikunnar“.

„Svona línumannskeppur eins og ég verður að æfa eins og skepna til að hafa eitthvað að gera í úrvalsdeildina. Svo ekki sé minnst á þetta Dalsgarðsrassgat sem að ég þarf að drattast með allann daginn og inni á vellinum“.

„Það þarf að halda vel á spöðunum í æfingum til þess að hafa fullt vald á því, en getur komið sér virkilega vel ef að maður hefur stjórn á því. Sérstaklega inni á línunni. Svo verður maður náttúrulega bara til taks þegar Pési pjáturkarl eða Einar áttavillti helltast úr lestinni, hvor þeirra sem dettur út á undan,“ segir hinn magnaði Þrándur Gíslason að lokum í léttum gír.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir