Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » Þráinn Orri búinn að skrifa undir hjá Elverum

Þráinn Orri búinn að skrifa undir hjá Elverum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Þráinn Orri Jónsson sem sló í gegn með Gróttu á síðasta tímabili hefur skrifað undir hjá Elverum en þetta er staðfest á heimasíðiu félagsins nú seinnipartinn.

Mörg lið voru að falast eftir línumanninum sterka bæði hér heima og erlendis en nú er það ljóst að þetta sterka lið hefur lokið samningaviðtæðum við kappann en það samdi við hann næstu tvö árin.

„Þráinn er stór og sterkur línumaðu en hann er einnig afar öflugur varnarlega og á því eftir að passa beint inn í okkar leikstíl,“ segir Michael Apelgren þjálfari liðsins.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir