Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Þorsteinn Gauti frá næstu 6-8 vikur hjá Fram

Þorsteinn Gauti frá næstu 6-8 vikur hjá Fram

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Framarar munu byrja deildina án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar skyttu en hann er meiddur á öxl og verður frá að minnsta komsti 6-8 vikur.

Þetta staðfesti Guðmundur Pálsson þjálfari liðsins við Fimmeinn nú seinnipartinn en Guðmundur segir að um meiðsli á öxl sé að ræða. Hann hafi þó ekki farið úr axlarlið en myndast hafi gliðnun í axlarlið sem taki tíma að gróa.

Þetta er mikið áfall fyrir Fram sem bætti nánast engu við sig á leikmannamarkaðnum í sumar en Þorsteinn Gauti átti frábært tímabil með Fram síðasta vetur og skoraði 128 mörk í 27 deildarleikjum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir