Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » HM 2017 » Þjóðverjar í risaslag.

Þjóðverjar í risaslag.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Það fer ekki á milli mála hver stórleikur dagsins í dag er, Þjóðverjar mæta Króötum í úrslitaleik C-riðils. Bæði lið hafa unnið alla leiki sína og eftir því hvernig leikir D-riðils fara geta liðin mætt Svíjum, Egyptum eða Katar í 16 liða úrslitum.  Um helmingur liðanna spilar með einhverjum úr hinu liðinu með félagsliðum sínum auk þess  liðin hafa háð margar góðar rimmur síðustu ár. Þetta er ærið verkefni fyrir þjóðverjan en síðasti sigur þeirra á Króötum var á EM 2002. Ofan á það bætist að Króatía er eina evrópska liðið sem hefur unnið Þjóðverjan á heimsmeistara móti síða Dagur tók við, þá í Katar.

Í dag hrósaði Dr. Kurt Steuer Degi Sigurðsyni. Hann sagði að liðið spilaði eins og álagið væri minna á leikmennina, sérstaklega andlega, en þegar þeir spiluðu með félagsliðum sínum. Þetta kallaði hann merki um frábæra þjálfun, enda mun styttra milli leikja en hjá félagsliðunum og lið Þjóðverja í yngri kantinum.

Fyrir leikinn kallaði Dagur inn tvo nýja leikmenn í hópinn, þá Holger Glandorf og Henrik Pekeler. hins vegar þurfti Rune Dahmke að fara heim.

 

Leikurinn hefst hálf fimm og er sýndur í beinni á Rúv.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir