Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Erlent » Thierry Omeyer kvaddi landslið Frakka sem Heimsmeistari

Thierry Omeyer kvaddi landslið Frakka sem Heimsmeistari

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Franski landsliðsmarkvörðurinn, Thierry Omeyer, mun ekki gefa kost á sér í franska landsliðið aftur og var úrslitaleikurinn í gær hans síðasti landsleikur.

Omeyer hefur spilað með franska landsliðinu frá 1999 og verið einn besti markvörður heims í mörg ár.

Hann hefur orðið fimm sinnum  Heimsmeistgari og fjórum sinnum Evrópumeistari ásamt því að hafa tvisvar orðið Olympíumeistari.

Omeyer er rúmlega fertugur og á að baki vel yfir 300 landsleiki og var valinn besti leikmaður Heimsmeistaramótsins í janúar, Katar.

Hann  byrjaði ferilinn með Sélstad 1994-2000, fór í Montpellier 2000-2006, spilaði svo með Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar frá 2006-2013. Omeyer lék í herbúðum Montpellier 2013-2014, en hefur spilað með stórliði PSG síðan og er samningsbundinn þeim til ársins 2017. Omeyer var valinn besti handboltamaður heims árið 2008.

Þess má til gamans geta að kappinn varði alls 57 skot á HM í ár og var með 33% markvörslu.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir