Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Tag Archives: u-20

Tag Archives: u-20

U-20: Dregið í riðla fyrir EM á morgun | Ísland í næst efsta styrkleikaflokki

Á morgun verður dregið í riðla fyrir lokakeppni EM fyrir leikmenn 20 ára og yngri. Ísland tryggði sér þátttökurétt á mótinu með sigri í sínum undanriðli í Póllandi um helgina. Íslenska liðið verður í næst efsta styrkleikaflokki á mótinu og því ljóst að liðið sleppur við að mæta Þýskalandi, Sviss og Noregi. Styrkl. 1 Frakkland Ungverjaland Spánn Danmörk Styrkl.  2 ... Lesa meira »

U-20: Strákarnir fengu bikar fyrir sigur í riðlinum

Eins og margoft hefur komið fram vann Ísland sinn undanriðil fyrir EM en liðið vann Pólland, Búlgaríu og Ítalíu um helgina. Þar með tryggði liðið sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í sumar. Eftir undanriðilinn var haldin verðlaunaathöfn þar sem Ísland fékk bikar fyrir sigurinn. Mynd af liðinu með bikarinn má sjá hér að neðan.   Lesa meira »

Óðinn Þór valinn bestur í undankeppninni

Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður U-20 landsliðsins í handknattleik, var valinn besti leikmaðurinn í undankeppni EM sem fram fór í Póllandi um helgina. Ísland vann sinn riðil með fullt hús stiga og Óðinn var markahæsti leikmaður liðsins með 21 mark. Hann var síðan valinn besti leikmaður mótsins á lokaathöfn sem fram fór eftir leikina í dag. Lesa meira »

Póllannd valtaði yfir Búlgaríu og fylgir Íslandi á EM

U-20 ára landslið Póllands er komið á EM ásamt Íslandi en liðin voru saman í undanriðli fyrir keppnina og leikið var í Póllandi. Pólland burstaði Búlgaríu 43-14 og klárar því riðilinn með fjögur stig. Ísland endaði í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga og Pólverjar enduðu í öðru sæti með fjögur stig. Ítalía fékk tvö stig en Búlgarar fara ... Lesa meira »

Óli Stef: ,,Þetta lið getur farið alla leið“

„Við erum mjög ánægðir með það. Við erum mjög sáttir við það líka hvernig strákarnir nálguðust þetta verkefni,“ sagði Ólafur Stefánsson, annar af þjálfurum U-20 landsliðsins, eftir að toppsætið í undanriðli EM var í höfn í dag.“ „Við spiluðum frábæran leik gegn Póllandi og sýndum virðingu í hinum tveimur leikjunum þar sem við keyrðum á fullu“ Ólafur segist afar ánægður ... Lesa meira »

Allir útileikmenn Íslands komust á blað um helgina | Óðinn markahæstur

Undankeppninni fyrir EM 20 ára og yngri er lokið og vann Ísland riðilinn. Liðið skoraði alls 121 mark í 3 leikjum sem gerir rétt rúmlega 40 mörk að meðaltali í leik. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði 21 mark í leikjunum. Allir útileikmenn íslenska liðsins komust á blað. Mörk Íslands um helgina: Óðinn Þór Ríkharðsson ... Lesa meira »

Kristján Örn: ,,Langar í fleiri medalíur“

„Það var gaman að ná að tryggja þetta með 25 mörkum,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður U-20 liðsins, eftir sigur gegn Ítalíu í dag. Hann segist heilt yfir ánægður með helgina.„Fyrsti leikurinn var góður í 45 mínútur en svo kom smá kafli þar sem við slökuðum á en eftir það var þetta frábært. Við erum mjög sáttir.“ „Við vildum sýna ... Lesa meira »

Ýmir Örn: ,,Var alltaf að fara að skora“

Ýmir Örn Gíslason, leikmaður U-20 ára liðsins í handknattleik, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Ítalíu í dag en með sigrinum tryggði Íslands sér sigur í undanriðlinum fyrir EM. Við ræddum við Ými eftir leikinn og byrjuðum á að spyrja út í markið sem hann skoraði en fyrir leik var hann eini útileikmaðurinn sem ekki var kominn á blað. ... Lesa meira »

Elvar: ,,Markmiðið var að klára riðilinn með sex stig“

„Já við erum mjög sáttir. Markmiðið fyrir helgina var að klára riðilinn með sex stig,“ sagði Elvar Jónsson, leikmaður U-20 liðs Íslands, eftir sigur gegn Ítalíu í dag. Hann segir oft erfitt að stilla hausinn rétt fyrir leiki gegn lakari liðum en það var ekki vandamál um helgina.„Það þarf að gíra sig sérstaklega upp. Við viljum spila eins vel og ... Lesa meira »

Þriðji sigur Íslands staðreynd | Toppsætið er okkar og Ísland spilar á EM!

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið á EM eftir sigur gegn Ítalíu í undankeppninni sem fram fór í Póllandi um helgina. Ísland vann alla þrjá leiki sína í riðlinum. Eins og við var að búast tók íslenska liðið forystuna snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. Eftir stundarfjórðung var staðan orðin 13-6 ... Lesa meira »