Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Tag Archives: olís-deildin

Tag Archives: olís-deildin

Myndband: Vafasamt jöfnunarmark Stjörnunnar gegn FH.

Stjarnan og FH gerði 22-22 jafntefli í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Garðar Sigurjónsson skoraði jöfnunarmark Stjörnuliðsins á lokasekúndu leiksins þegar hann skoraði eftir fríkast. FH-ingar voru allt annað en ánægðir enda töldu þeir augljóst að leikmenn Stjörnuliðsins hafi verið fyrir innan punktalínu þegar fríkastið var tekið. Myndband af atvikinu frá Sporttv.is má sjá hér að neðan. Watch this ... Lesa meira »

Fríkastið – Fyrsti þáttur!

Vefútvarpsþátturinn Fríkastið hóf göngu sína í gær en þátturinn var í beinni útsendingu í gegnum Youtube. Í þættinum fóru þeir Ingvar Örn Ákason og Þorsteinn Haukur Harðarson yfir það helsta sem gerst hefur í handboltanum í vetur, tóku óvænt símtal og sitthvað fleira. Framvegis í vetur verður þátturinn á dagskrá alla mánudaga klukkan níu og hvetjum við fólk til að ... Lesa meira »

Myndband: Jóhann Karl fær bláa spjaldið

FH hafði betur gegn Haukum í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Mikil harka var í leiknum og fékk Jóhann Karl Reynisson, leikmaður FH, rautt og í kjölfarið blátt spjald fyrir brot á Hákoni Daða Styrmissyni, leikmanni Hauka. Hákon kom ekki meira við sögu í leiknum og er óttast um að meiðsli hans gætu verið alvarleg. Sporttv.is hefur birt myndband ... Lesa meira »

Sveinbjörn: Finnst við geta farið alla leið

„Það má segja að þetta sé sætara svona. Þetta var óþarflega spennnandi í lokin en sigurtilfinningin er rosalega sterk þegar maður vinnur svona með einu,“ sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Stjörnunnar, eftir eins mark sigur gegn Val í kvöld. „Ég held að við höfum gert færri mistök sóknarlega þó þau hafi verið nokkuð mörg. Við náðum að slútta betur og koma ... Lesa meira »

Gulli Arnars: Köstuðum þessu frá okkur sjálfir

„Það var gott vinnuframlag hjá liðinu í kvöld. Við börðumst fyrir hlutunum og vorum til staðar. Við vorum samt klaufar sóknarlega og köstuðum leiknum frá okkur sjálfir,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar af þjálfurum Vals, eftir naumt tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Við réttum þeim fimm eða sex hraðaupphlaup á silfurfati. Við vorum þá komnir í góða stöðu en Stjörnumenn jöfnuðu ... Lesa meira »

Einar Jóns: Spurning hvort sjúkraþjálfarinn fái að fjúka á morgun

„Það er frábært að vinna en við vissum að Valsarar myndu mæta brjálaðir til leiks og þeir áttu að vinna okkur samkvæmt öllum. Við sýndum flottan leik lengst af og litum vel út í vörn og sókn,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir nauman eins marks sigur gegn Val í kvöld. „Við höfðum í rauninni ekkert fram yfir Valsliðið nema ... Lesa meira »

Nýliðar Stjörnunnar mörðu Valsmenn

Nýliðar Stjörnunnar halda áfram að stimpla sig af krafti inn í Olísdeildina en Stjarnan vann nauman sigur gegn Val í kvöld. Valsmenn eru því enn án stiga eftir þrjár umferðir. Valsmenn byrjuðu reyndar betur í leiknum í kvöld og voru með yfirhöndina fyrsta korterið. Stjarnan vann sig þá inn í leikinn og eftir það var leikurinn afar jafn. Staðan í ... Lesa meira »

Myndir: Mosfellingar með góðan sigur gegn Íslandsmeisturunum

Afturelding hafði í gærkvöldi betur gegn Haukum þegar liðin mættust í hörku leik í Olísdeild karla í handknattleik. Liðin tvö mættust í hörkuspennandi úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor og líkt og þá var spennan mikil á Ásvöllum í gær. Að lokum var það Afturelding sem hafði betur, 31-30. Hér að neðan má sjá myndir úr leiknum. Lesa meira »

Gunni Magg: Ætluðum ekki að toppa í september

„Ég er að sjálfsögðu óánægður með að tapa. Vörn og markvarsla voru ekki nógu góð í dag og 31 mark segir allt sem segja þarf,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið gegn Aftureldingu í kvöld. Hann segir spilamennskuna svipaða og í tapinu gegn ÍBV í seinasta leik „Þetta var svipað. Við erum ekki komnir í gang eins og ég ... Lesa meira »