Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Tag Archives: HM 2017

Tag Archives: HM 2017

Taktu þátt í könnun: Hvernig mun Íslandi ganga á HM? Verðlaun í boði!

Nú eru einungis 12 dagar þar til íslenska landsliðið hefur leik á HM í handknattleik en mótið fer fram í Frakklandi. Fimmeinn.is mun næstu daga standa fyrir könnun þar sem við spyrjum lesendur hvernig þeir telja að íslenska liðinu muni ganga á mótinu. Allir sem taka þátt í könnuninni og „læka“ Facebook síðu Fimmeinn.is fara í pott og eiga kost á að ... Lesa meira »

Strákarnir okkar spila á æfingamóti í Danmörku

Nú styttist heldur betur í að flautað verði til leiks á HM í handbolta en mótið fer fram í Frakklandi í janúar. Íslenska landsliðið mun spila á æfingamóti í Danmörku í undirbúningi sínum fyrir mótið. Þar mun íslenska landsliðið mæta heimamönnum í Danmörku ásamt Egyptalandi og Ungverjalandi. Mótið fer fram 5.-8. janúar en þaðan heldur íslenska liðið beint til Frakklands. ... Lesa meira »

HM 2017: Ísland með Spánverjum í riðli

Í dag var dregið í riðla fyrir HM í Frakklandi sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland verður í B-riðli mótsins ásamt Angóla, Túnis, Makedóníu, Slóveníu og Spánverjum en hægt er að segja að íslenska liðið hafi sloppið við margar stórþjóðir. Hér að neðan má sjá riðlaskiptinguna en nánar verður fjallað um þetta síðar í dag. A riðill: ... Lesa meira »

Ísland í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM

Íslenska landsliðið í handknattleik verður í fjórða styrkleikaflokki af sex þegar dregið verður í riðla fyrir HM sem fram fer í Frakklandi í janúar á næsta ári. Alls verða 24 lið á mótinu og eru því fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Sex lið verða í hverjum riðli, eitt úr hverjum styrkleikaflokki. Drátturinn fer fram á morgun, fimmtudag. Hér að neðan ... Lesa meira »

Norðmenn spila á HM þrátt fyrir tap í umspili

Norðmenn munu spila á HM í Frakklandi í janúar þrátt fyrir að hafa tapað í umspili um sæti á mótinu. Noregur tapaði gegn Slóveníu í umspili um sæti á mótinu en það kom ekki að sök þar sem Alþjóða handknattleikssambandið bauð norska liðinu svokallað „wildcard“ sæti. Alþjóða handknattleikssambandið tók þá umdeildu ákvörðun fyrir HM árið 2015 að afturkalla þátttökurétt Ástralíu ... Lesa meira »