Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Tag Archives: Fram

Tag Archives: Fram

Einar Hólmgeirsson: Getum breytt þessu sjálfir

Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, var vitanlega svekktur eftir tap gegn Fram í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Framarar sigldu hægt og rólega framúr í þeim síðari og unnu að lokum öruggan sigur. „Þetta þróast svipað og síðasti leikur hjá okkur, jafnt í fyrri hálfleik svo hrinur þetta strax í byrjun á seinni hálfleik.“ „Við fáum á okkur ... Lesa meira »

Guðlaugur Arnars: Þetta er bara væl í Togga, hann verður að hreinsa til í hausnum á sér

Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram var auðvitað kátur eftir góðan sigur sinna manna á ÍR í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var jafn á öllum tölum en Framarar voru töluvert betri í þeim seinni og var sigurinn í raun aldrei í hættu eftir að hann var flautaður á. „Varnarleikurinn og markvarslan komu inn þegar leið á seinni hálfleikinn þá náðum við að sigla ... Lesa meira »

Þorgrímur Smári: Ég hef ekki æft síðan ég meiddist

Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur á vellinum í sigri Fram á ÍR í kvöld. Hann er búinn að vera meiddur undanfarið en hann skoraði þrátt fyrir það sjö mörk og lék vel. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik en Framarar áttu leikinn í þeim seinni og tryggðu sér að lokum öruggan sigur. „Þetta var brekka til að byrja með, ... Lesa meira »

Mjög góður seinni hálfleikur tryggði Fram sigur á ÍR

Framarar fengu ÍR-inga í heimsókn í Framhúsið í kvöld. Fyrir leikinn voru Framarar í þriðja sæti með 19 stig en ÍR-ingar í níunda sæti, sem er fallsæti en ansi fátt hefur gengið hjá ÍR síðustu mánuði. Framarar unnu á dögunum sex leiki í röð en hafa nú ekki unnið í um það bil mánuð. Það er því mikið undir hjá ... Lesa meira »

Guðlaugur Arnarson: Gróttumenn voru betri á öllum sviðum

„Gróttumenn voru bara betri en við á öllum sviðum, sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram eftir leik liðanna í kvöld en Grótta vann sanngjarnan fjögurra marka sigur, 28-24. Gróttumönnum langaði einfaldlega meira í sigurinn, það sást á leik liðsins og var Guðlaugur sammála því. „Það er klárlega eitthvað sem vantar uppá ef við mætum ekki ákveðnir til leiks.“ „Þú þarft að ... Lesa meira »

Gunnar Andrésson: Gætum verið neðar en gætum líka alveg verið ofar

„Mér fannst við vera töluvert betri en þeir í fyrri hálfleiknum og hefðum getað verið með enn meira forskot í hálfleik,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu eftir góðan 28-24 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. Vörn Fram hefur verið virkilega sterk það sem af er vetri en Gróttu liðið fann fullt af götum í henni. „Það er töluvert síðan undirbúningur ... Lesa meira »

Viggó Kristjáns: Framararnir voru á hælunum

Viggó Kristjánsson, leikmaður Gróttu, var að vonum sáttur með góðan 28-24 sigur sinna manna gegn Fram í kvöld. „Það gékk allt upp í fyrri hálfleik, varnarlega og sóknarlega. Framararnir voru svolítið á hælunum í dag,“ sagði Viggó en hann var markahæsti maður leiksins með 9 mörk. „Við spiluðum heilt yfir góðan leik þó við höfum gefið aðeins eftir í seinni ... Lesa meira »

Góð vika fyrir Gróttu – Unnu sanngjarnan sigur á Fram

Grótta fékk Framara í heimsókn á Nesinu í kvöld. Fyrir leikinn voru Framarar í þriðja sæti með 19 stig en Grótta í því sjötta og með 12 stig. Taflan sagði því að Fram ætti að hafa undirtölin í leik kvöldsins. Svo var hins vegar ekki. Það var jafnræði með liðunum í byrjun en Grótta komst síðan 8-4 en þeir virtust ... Lesa meira »