Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Sturla Magnússon: Vesen að vera með sítt hár – Það fór bara óvart allt

Sturla Magnússon: Vesen að vera með sítt hár – Það fór bara óvart allt

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Sturla Magnússon, leikmaður Vals, spjallaði við Fimmeinn.is eftir æfingu U-20 ára landsliðsins sem nú er í Danmörku á EM.

Liðið æfði í fyrsta skipti í keppnishöllinni í dag og var Sturla ánægður með fyrsta daginn í Danmörku, þrátt fyrir að fluginu hafi seinkað örlítið.

„Þetta gékk hálf brösulega, fluginu seinkaði og eitthvað svona en öllum líður vel núna. Það er alltaf fínt að fara á gólfið daginn fyrir leik, að átta sig á umhverfinu og sjá hvernig þetta verður.“

Hann segir rússnesku leikmennina vera mjög hávaxna og sterka og býst við hörkuleik, einnig er hann spenntur fyrir keppninni um línuna en Arnar Freyr, línumaður Fram mun berjast við hann um stöðuna.

„Þeir eru stórir og týpískir Rússar, eins og Steini orðaði það, þeir eru stórir sleðar. Við þurfum að hreyfa þá þar sem það verður ákveðið bil á milli þeirra þegar þeir eru svona þungir. Það ætti að vera mikið af glufum fyrir okkur.“

„Við erum að skipta þessu vel á milli okkar, Arnar spilar vörnina þar sem hann er tveir metrar á meðan menn eins og ég eru ekki tveir metrar.“

Hann segir þjálfarana ekki hafa neitt á móti síðu hári en hann var áður með sítt rautt hár.

„Alls ekki, það er vesen að vera með sítt hár, ég tók meðvitaða ákvörðun um að fara í klippingu, það fór óvart allt.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir