Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild kvenna » Stjarnan þarf að treysta á nýtt markvarðateymi

Stjarnan þarf að treysta á nýtt markvarðateymi

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Heiða er að ná sér eftir aðgerð á mjöðm.

Það er ljóst að meistaraflokkur kvenna hjá Stjörnunni mun þurfa að tefla fram alveg nýju markvarðateymi í byrjun Olís deildarinnar.

Í sumar samdi Hafdís Renötudóttir við danska liðið, SönderjyskE en Hafdís var  klárlega með betri markvörðum deildarinnar í fyrravetur.

Þá er Heiða Ingólfsdóttir sem stóð vaktina með Hafdísi í fyrra að ná sér eftir aðgerð á mjöðm sem hún fór í í sumar en ljóst er að hún á talsvert í land að ná sér góðri eftir þá aðgerð.

Þetta er auvðitað vond staða fyrir Stjörnuna, en í sumar fékk liðið til sín Dröfn Haraldsdóttur úr Val.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir