Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Stelpurnar Okkar

Stelpurnar Okkar

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

A landslið kvenna | 20 marka tap fyrir Hollandi

Kvennalandsliðið tapaði í dag 38-18 fyrir Hollandi í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikið var í Hollandi. Staðan í hálfleik var 22-8 fyrir Hollandi. Holland var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sat leikurinn í gær talsvert í íslenska liðinu. Hollenska liðið byrjaði leikinn gríðarlega vel hélt uppi miklum hraða allan leikinn sem stelpurnar réðu ekki við. Var þetta lokapunkturinn í ... Lesa meira »

Ramune Pekarskyte gefur áfram kost á sér í landsliðið

Stórskyttan og markamaskínan Ramune Pekarskyte gefur áfram kost á sér í landsliðsverkefni og ræddu hún og Axel Stefánsson saman í sumar. Meiðslin sem Ramune varð fyrir á höfði undir lok síðasta tímabili hafa hins vegar dregið dilk á eftir sér eins og flestum er kunnugt um, en Ramune er svo til nýkomin á fulla ferð aftur. Axel segir þó að ... Lesa meira »

Axel Stefánsson velur 16 manna landsliðshópinn fyrir forkeppni HM.

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 16 leikmenn sem taka þátt í forkeppni í Færeyjum fyrir HM 2017. Riðillinn fer fram í Færeyjum 2. – 4. desember og komast tvö lið áfram í umspil um sæti á HM. Leikir liðsins: 2. desember      kl.18.00      Austurríki – Ísland 3. desember         kl.20.00     Ísland – Færeyjar 4. desember         kl.16.00     Ísland – ... Lesa meira »

Axel klár með 17 manna hóp gegn Póllandi

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í æfingum og móti í Póllandi dagana 4. – 9. október 2016. Lovísa Thompson er tekin ný inn í hópinn en Unnur Ómarsdóttir vinstri hornamaður liðsins er meidd og ekki leikfær með liðinu að þessu sinni. Arna Sif Pálsdóttir, Nice Birna Berg Haraldsdóttir, Glassværket Elín Jóna Þorsteinsdóttir, ... Lesa meira »

Vonbrigði þegar stelpurnar töpuðu með 12 marka mun

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Þýskalandi nú rétt í þessu afar sannfærandi og því draumurinn um EM farinn. Yfirburðir þýskalands gríðarlega miklir og mun meiri en í raun ætti að vera, en alls komust 14 leikmenn þjóðverja á blað í dag. Enn á ný var íslenskur sóknarleikur ekki til staðar og strax á fyrstu mínútunum lenti íslenska liðið 3 mörkum undir, ... Lesa meira »

Stelpurnar okkar þurfa kraftaverk í dag

Íslenska kvennalandsliðið spilar í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM í Þýskalandi þegar liðið mætir heimamönnum. Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa nánast kraftaverk, en auk þess að þurfa stóran sigur þarf liðið einnig að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum í dag. Möguleikar liðsins standa og falla með að ná besta árangri liða í 3. sætinu við ... Lesa meira »

Arfaslök íslensk framistaða í 14 marka tapi gegn frökkum

Íslensku stelpurnar áttu aldrei nokkurn séns í franska liðið í kvöld og töpuðu með 14 mörkum, 16-30. Það var afskaplega lítið sem heillaði við leik íslenska liðsins í kvöld og flestir okkar atvinnumenn að spila langt undir getu sem er áhyggjuefni. Talsvert vantaði í Íslenska liðið eins og fram hefur komið síðustu daga en Hrafnhildur Hanna og Birna Berg byrjuðu ... Lesa meira »

Miðasalan á A-landslið karla og A-landslið kvenna er hafin

HSÍ Fimmeinn

Stelpurnar okkar mæta Frakklandi í undankeppni EM miðvikudaginn 1. júní kl.20.00 í síðasta leik liðsins á heimavelli í þessari keppni. Stelpurnar eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð og er því stuðningur þinn mikilvægur. Miðaverð er kr. 1500,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn 15 ára og yngri. Kaupa má ... Lesa meira »

A-landslið kvenna kemur saman á fimmtudag | Óvissa ríkir um lykilleikmenn

A-landslið kvenna mun koma saman á fimmtudag til æfinga fyrir stóru verkefnin tvö þegar liðið mætir Frakklandi hér heima 1 júní og Þýskalandi úti 5.júní. Leikirnir eru gríðarlega mikilvægir og munu skera úr um það hvort íslenska liðið munu komast á lokakeppni EM. Það gæti verið að Íslenska liðið yrði aðeins laskað vegna meiðsla leikmanna og í raun aðeins meira ... Lesa meira »

Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir samdi við Leipzig

Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir landsliðskona hef­ur samið við þýska stórliðið Leipzig til tveggja ára og mun ganga til liðs við fé­lagið í sum­ar. Hildigunn­ur kemur frá B-deild­arliðið Koblenz/Wei­bern en þar áður lék hún í þrjú ár með norska úr­vals­deild­arliðinu Tert­nes. Leipzig sem er er eitt besta lið Þýska­lands og er í hópi betra liða í Evr­ópu var með Þor­gerði Önnu Atla­dótt­ur en ... Lesa meira »