Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið kvenna » Stelpurnar okkar þurfa kraftaverk í dag

Stelpurnar okkar þurfa kraftaverk í dag

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

ísland kvkÍslenska kvennalandsliðið spilar í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM í Þýskalandi þegar liðið mætir heimamönnum.

Ljóst er að íslensku stelpurnar þurfa nánast kraftaverk, en auk þess að þurfa stóran sigur þarf liðið einnig að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum í dag.

Möguleikar liðsins standa og falla með að ná besta árangri liða í 3. sætinu við þau lið sem eru í tveim efstu sætunum í hverjum riðli.

Eins og staðan í riðlunum eru núna þurfa þjálfarar íslenska liðsins að kalla fram einskonar kraftaverk en þau hafa ekki verið mikið áberandi í undanförnum leikjum.

Leikur Íslands og Þýskalands verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending klukkan 14:50 í dag.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir