Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Stefán Árnason: „Ég fæ minn tíma með KA liðið“

Stefán Árnason: „Ég fæ minn tíma með KA liðið“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Stefán Árnason tók við liði KA í sumar og hefur haft í mörg horn að líta enda var samstafi KA og Þórs slitið í sumar og hafa bæði lið verið að byggja upp ný lið.

Aðspurður hvernig það hafi gengið hjá KA segir Stefán hlutina hafa gengið hratt og vel og nú sé kominn ca 20 manna góður æfingahópur sem sé blandaður af yngri og aðeins reyndari leikmönnum.

„Það er búið að ganga vel og þetta fer eiginlega ótrúlega vel af stað hjá okkur. Aðstæðurnar voru svolítið sérstakar þar sem var verið að slíta Akureyri og tvö lið eru nú komin í staðinn. Það er í raun verið að endurvekja KA aftur í handboltanum og við erum gríðarlega spenntir fyrir því.“

„Þegar Handboltafélagi Akureyrar er slitið upp í tvö lið byrjar KA í raun með engan leikmann og enginn í raun á samningi hjá okkur þannig að við byrjuðum bara á því að leita okkur að mönnum og það hefur gengið vel. Auðvitað hefur verið svona barátta um að fá þennan og hinn en ég held að það hafi legið svona fyrir hvaða leikmenn færu hvert. En að sjálfsögðu reyndu bæði lið að fá alla leikmenn, en við erum við allavega komnir með flottan 19-20 manna æfingarhóp.“

KA menn leystu markmannstöðuna hjá sér með að fá aftur Jovan Kukobat sem lék með Akureyri tímabilin 2012-13 og 2013-14 og segir Stefán það afar gott enda líti hann afar vel út. Einnig fengu þeir ungan Færeying sem er vinstri skytta sem er að koma vel út, Sá heitir Áki Egilsnes og er fæddur árið 1996.

„Hann Jovan er gífurlega flottur ennþá og við erum virkilega ánægðir að hafa fengið hann því við höfum verið fáliðaðir í markmannstöðunni og þurftum klárlega að styrkja hana.“
Áki er spennandi leikmaður sem var að hluta til að spila í Danmörku í fyrra og er hluti af U21 árs liði Færeyja og var að spila á HM í Alsír. Þetta er fínn spilari sem við erum líka að hugsa til lengri tíma“.

Stefán viðurkennir að það sé allavega komin krafa um að liðið hangi í efri hluta deildarinnar og það megi ekki bíða of lengi eftir því að liðið spili í deild þeirra bestu aftur.

„Það er alveg klárt að við ætlum okkur að vera í efri hlutanum, en þetta er svolítið slungin deild, það eru mörg lið sem eru svipuð að styrkleika en það er alveg klárt að við ætlum okkur eins og reyndar mörg önnur lið að vera þarna við toppinn. Þetta eru 4-5 lið sem ætla sér aðv era við toppinn og við erum klárlega eitt af þeim“.

Það kom mörgum á óvart að samningur Stefáns við Selfoss hafi ekki verið endurnýjaður þar sem hann náði góðum árangri með ungt lið, aðspurður segist Stefán ekki vera hræddur um stöðu sína á Akureyri og hann muni fá sinn tíma með liðið.

„Ég held að menn séu ekkert stressaðir hérna hjá KA og menn vita við þurfum smá tíma til að byggja upp og ég mun fá tíma með liðið, það er verið að fara í verkefni og menn vilja taka allt starfið í gegn og ekki bara meistaraflokkinn heldur yngri flokkana. Ég þarf tíma og mun fá hann, við erum búnir að funda mikið og tala og það eru allir á sama máli að við erum að hugsa til framtíðar en ekki verið að byggja upp einhver gullaldarár á einhverjum tveim eða þrem árum“.

Við reyndum svo að fá upp úr Stefáni hvernig leikirnir gegn Handboltafélagi Akureyrar yrðu og hvort það væri ekki skilyrðislaus krafa að sigra allavega þá leiki, en Stefán var eðlilega varkár í þeirri umræðu.

„Er það ekki bara krafa að vinna alla leiki en þessir strákar í þessum tveim liðum þekkjast vel en það er alveg öruggt samt að það vilja allir vinna þann leik þegar liðin mætast. Það er auðvitað búið að vera rosa margt í gangi og leikmenn voru settir í erfiða aðstöðu sjálfir, þetta voru samherjar og það var mikið verið að ganga á eftir þeim hvorum megin þeir ætluðu sér að vera.“

„En ég held að þegar þetta er farið í gang allt saman að þá verði þeir leikmenn sem eru okkar megin mjög hamingjusamir.

En ætla liðin að tvö að spila æfingarleiki áður en mótið hefst?
„Það á bara eftir að koma í ljós, það er ekki búið að setja það neitt niður en það er alveg allt opið hvort við gerum það og á eftir að sjá hvort það gengur upp“.

Ýtarlegt viðtalið má sjá hér í heild sinni í spilaranum að neðan.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir