Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » A landslið karla » Spánn vann Túnis, Norðmenn höfðu sigur gegn Rússum

Spánn vann Túnis, Norðmenn höfðu sigur gegn Rússum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Spánverjar unnu þægilegan fimm marka sigur á Túnisarbúum í öðrum leik dagsins í B riðli. Spánverjar eru þá jafnir Slóvenum í topp sætunum en Slóvenar eru með talsvert betri markatölu. Spánverjarnir spila við Angóla á morgun. Slóvenar og Spánverjar spila á fimmtudag og er farið að líta út fyrir að það verði úrslitaleikur í riðlinum.

Noregur sigraði Rússa 28-24 í hinum leiknum. Norðmenn voru yfir allan leikin en náðu aldrei að slíta Rússana meira en fimm mörk frá sér. Norðmenn eru jafnir Frökkum á toppi A-riðilins. Stórleikur morgundagsins verður hádegisleikur þessara liða.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir