Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin í Olís karla | 7.sætið

Spáin í Olís karla | 7.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

ÍR er mætt aftur í efstu deild eftir árs dvöl í fyrstu deild. ÍR-ingar taka það alvarlega en þeir hafa styrkt sig vel fyrir átökin og hafa safnað í gott lið.

ÍR hefur verið með pennann á lofti í sumar og reyndar byrjuðu þeir að fá menn í fyrravetur meðan liðið spilaði í 1.deild og það voru gríðarlega flottir spilarar sem komu þá.

Það er ljóst að talsverð reynsla er fengin til liðsins. Kristján Orri Jóhannesson hægri hornamaður er kominn frá Akureyri og er klárt að hann mun styrkja liðið mikið, enda einn af máttarstólpum Akureyrarliðsins undanfarin misseri og í raun einn öflugasti örvhenti leikmaður deildarinnar síðastliðin 4 ár.

Bergvin Þór Gíslason kemur einnig frá Akureyri en þarna er gríðarlega öflugur leikmaður á ferðinni sem hefur verið að ná sér af slæmum axlarmeiðslum undanfarið. Hann er nú klár og verður gaman að sjá hann 100% heilan.

Elías Bóasson kom frá Fram og er örvhentur leikmaður sem getur skellt sér í allra kvikinda líki og er klárlega styrking fyrir hvaða lið sem er.

Þá er sonur Breiðholtsins, Björgvin Hólmgeirsson kominn heim eftir tveggja ára dvöl í Dubai. Björgvin var valinn besti leikmaður deildarinnar 2014-2015 áður en hann hélt út og það munu öll augu beinast að honum í upphafi móts. Það þarf ekkert að kynna Bjögga.

Þá má þess geta að ÍRingar styrktu sig fyrir 1.deildina og í fyrravetur komu til liðsins menn eins og Daníel Ingi Guðmundsson tilbaka frá Víkingum, Valþór Atli Garðarsson frá Akureyri og Halldór Logi Árnason en þessir leikmenn verða allir áfram hjá félaginu.

Sturla Ásgeirsson hefur verið að spila með félaginu eftir meiðsli í fyrravetur og vonandi að við fáum að sjá sem mest af honum. Hann er allavega klár í fyrsta leik.

ÍR hefur svo hefur fengið nýjan aðstoðarþjálfara til leiks með Bjarna Fritzsyni en Hrannar hefur verið viðloðandi mfl. UMFA síðastliðin ár.

Það eru aðeins um meiðsli innan liðsins en Aron Ægir varnarmaður númer eitt hjá liðinu verður ekki klár fyrrr en eftir ca mánuð, þá er Jón Kristinn Björgvinsson frá vegna krossbandaslits en hann ætti að verða klár eftir jólafríið. Það er ljóst að þegar þeir tveir koma til baka styrkist hópurinn enn meira.

Það má því með sanni segja að ÍRingar taki efstu deildina alvarlega og ætla sér klárlega ekki annað slys eins og gerðist 2016 þegar liðið féll með Víkingum niður í 1.deild. Við setjum ÍR í öruggt sæti en liðið gæti endað mun ofar en þetta ef heimavöllurinn verður virkjaður og slegið upp fundum og grilli fyrir leik eins og áður var.

Það má ljúka þessari yfirferð um ÍR með að hrósa Bjarna Fritzsyni hvernig hann hefur haldið á spöðunum síðan liðið féll í 1.deild fyrir tvem árum. Hann sagði alltaf að liðið færi beint upp aftur og það sést að hann hefur unnið markvisst síðan hann féll að  styrkja hópinn jafnt og þétt. Nú þegar liðið er komið í röð þeirra bestu er hann með mjög frambærilegt lið sem getur strítt bestu liðum landsins.

Komnir
Björgvin Hólmgeirsson frá Dubai.
Kristján Orri Jóhannsson frá Akureyri.
Elías Bóasson frá Fram.
Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri.
Farnir:
Ingi Rafn Ró­berts­son til HK.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir