Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin í Olís deild karla | 12.sætið

Spáin í Olís deild karla | 12.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Eins og forráðamenn liða í deildinni spáum við Víkingum neðsta sætinu og þar með falli úr deildinni. Það hefði verið afskaplega skemmtilegt að sjá félagið styrkja sig og koma með smá respect á deildina.

Vissulega reyndu þeir en greinilegt að fjármagnið var ekki mikið og það tókst því ekki að styrkja hópinn nægilega mikið.

Útlendingarnir tveir sem æft hafa með liðinu og vonir stóðu til að myndu semja koma ekki. Allavega er það klárt að betri einstaklingurinn kemur ekki og ef hinn kemur þá verður það ekki í fyrstu leikina. Þá hefur Jónatan Vignisson örvhent skytta sem var með yfir 50 mörk í fyrra fært sig yfir til Fram.

Víkingar enduðu þó  í öðru sæti í Reykjavíkurmótinu með mínus markatölu. Það kannski verður saga Víkinga í vetur, vörn og markvarsla gæti samt orðið góð í einhverjum leikjum þar sem reynslan liggur, en liðið nær einfaldlega ekki að skora nægilega mikið af mörkum til að halda sér uppi í deildinni.

Það eru ekki nein meiðsli hjá liðinu sem kemur niður á fyrstu lekjum liðsins, allir verða klárir í fyrsta leik og þar sést strax sterkasta hlið liðsins á vellinum.

Víkingar hafa í raun ekki verið að missa mikið af leikmönnum í burtu, en af þeim sem koma er aðeins einn sem getur kallast styrking fyrir efstu deild, Davíð Svansson markmaður. Það er nánast fullreynt að liðið nái að styrkja sig í vetur þó það muni ganga illa.

Sem þýðir að nákvæmlega þessi mannskapur verður að standa vaktina, liðið er ungt og allavega 15-17 leikmenn af 26 manna æfingahóp sem hafa aldur til að spila með unglingaliðinu í 1.deildinni.

Komnir
Egidijus Mikalonis frá KR.
Hrafn Valdísarson (M) frá KR.
Davíð Svansson (M)
Jón Hjálmarsson frá Þrótti.
Pétur Gunnarsson KR.
Kristófer Andri Daðason frá UMFA
Ragnar Áki Ragnarsson
Jakob Stefánsson.
Farnir
Einar Baldvin Baldvinsson (M) Val.
Jónatan Vignisson til Fram.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir