Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin í Olís deild karla | 11.sætið

Spáin í Olís deild karla | 11.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Það þykir mörgum kannski algerlega klikkað að spá Fram liðinu aftur falli annað árið í röð eftir flottan vetur hjá liðinu á síðustu leiktíð þars em leikmenn sýndu frábæran karakter lengst af.

Leikmenn og þjálfarateymi liðsins hentu vissulega sokk upp í alla fjölmiðla landsins á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði fyrir ofan Val. Leikmenn og þeir sem standa á og við völlinn eiga hrós skilið og sýndu að það er allt hægt í handbolta, en það þarf samt eitthvað aðeins að gerast uppávið á við milli ára. Það er ekki hægt að gera kraftaverk tvö ár í röð.

Það hefur ekkert gerst síðan í fyrra nema að Elías Bóasson er farinn, eini maðurinn sem mögulega gat hvílt og tekið stöðuna hjá Arnari Birki þegar hann þurfti hvíld. Jónatan Vignisson kemur reyndar frá Víking en hann er ekkert betri eða verri kostur.

Það er líka mjög slæmt fyrir Fram að Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sé meiddur en hann kemur ekkert við sögu fyrr en eftir líklega 6-8 vikur. Drengur sem skoraði 128 mörk í fyrra. Þá hefur Þorgeir Bjarki verið að glíma við meiðsli í vetur.

Það er eiginlega með ólíkindum að stjórn handknattleiksdeildarinnar hafi launað árangur liðsins á síðasta ári svona en samt ekki, því það er löngu séð að þessi stjórn gæti ekki haldið úti lítilli píludeild innan félagsins.

Það verða önnur lið í nágrenni við Fram á botninum þegar líður á deildina en lið eins og t.d Grótta mun styrkja sig í vetur og fá menn. Af hverju ekki Fram þá líka? Jú hart að segja það, en það hefur sýnt sig að það er erfitt að fá menn sem vilja spila fyrir félagið. Metnaðurinn liggur í kvennahandboltanum.

Komnir
Jónatan Vignisson frá Víking.
Farnir
Elías Bóasson til ÍR.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir