Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin í Olís deild karla | 10.sætið

Spáin í Olís deild karla | 10.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Forráðamenn liðanna spá Gróttu falli, við á Fimmeinn segjum að liðið haldi sér uppi. Vissulega er búið að vera vandræðagangur í herbúðum liðsins í sumar en hann er í raun ekkert svakalega slæmur. Lið missa sterka leikmenn á hverju ári og í raun eru þarna farnir tveir sterkir útileikmenn.

Liðið hefur fengið rétt tæplega tveggja metra rétthenta skyttu sem gaman verður að sjá, hann er jú svíi. En Grótta mun styrkja sig í vetur og hefur það framyfir Víking og Fram.

Gunnar Andrésson þjálfari er farinn og þar er ansi stórt brottfall, Kári Garðason sem lengi hefur viljað taka við karlaliði orðinn þjálfari. Einhvern veginn fannst manni það vera svona bara einhver redding, hann sjálfur hefði alveg eins viljað sleppa við það. Hann allavega kann að þjálfa og hefur sýnt það.

Innan liðsins eru ennþá ungir og flottir spilarar, bæjarstjórasonurinn úr eyjum,  Nökkvi Dan fékk ekki það hrós sem hann átti skilið í fyrra og lék í raun stærra hlutverk en sást. Júlíus Þórir, Elvar Friðriks og Finnur Ingi eru allir áfram.

Lallarnir tveir farnir úr markinu, og gamall landsliðsrefur kominn í staðinn. Ekki er vitað hver verður með honum, en Hreiðar á eftir að öskra vörnina saman.

Hreiðar sjálfur gæti þó verið spurningamerki og þó enginn viti hvar hann nákvæmlega stendur er ekki langt síðan hann var í landsliðsæfingahóp, en þurfti að hverfa frá vegna meiðsla.

Þetta gæti allt saman smollið hjá Gróttu og þeir að okkar mati halda sæti sínu í deildinni. Þeir hafa stærri vopn á hendi en Víkingur og Fram.

Komnir
Kári Garðarsson þjálfari.
Maximilian Jonsson frá Svíþjóð.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson frá Val.
Hreiðar Levý Guðmundsson (M)
Farnir
Gunn­ar Andrés­son Þjálfari
Lárus Helgi Ólafsson til UMFA
Lárus Gunnarsson til Gróttu.
Aron Dagur Pálsson til Stjörnunnar.
Þráinn Orri Jónsson til Elverum.
Leonharð Þorgeir Harðarson í Hauka.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir