Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin fyrir Olís deild karla | Deildarmeistararnir

Spáin fyrir Olís deild karla | Deildarmeistararnir

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Margir telja að ÍBV sé með best mannaða liðið í deildinni og hafi einnig verið með það í fyrra en þó þeir hafi haft það fóru þeir gegnum tímabilið án titils.

Það vantaði þó ekki mikið upp á það og liðið var komið á ansi hreint gott skrið eftir dapurt gengi í byrjun.

Það er klárt að koma landsliðsmarkvarðarins, Arons Rafns styrkir liðið og líklega er liðið með eitt besta markvarðateymið í deildinni í dag.

Vörn og markvarsla skilar titlum segja margir af okkar bestu þjálfurum og það hefur lið ÍBV í dag. Fyrir voru frábærir leikmenn sem náðu kannski ekki að sýna sitt besta gegnum heilt tímabil í fyrra. Agnar Smári átti mikið inni auk þess sem liðið mátti ekki við því að lána Stephen til Frakklands hálft tímabilið.

Meiðsli settu einnig strik í reikninginn, en nú virðist sem gamli landsliðsdúkurinn úr Laugardalshöll sé að sanna ágæti sitt. Allavega eru allir heilir og þeir sem séð hafa til liðsins segja allir að það líti hrikalega vel út.

ÍBV hefur sýnt frábæra leiki á undirbúningstímabilinu og það að menn séu enn allir saman hefur styrkt liðið. Liðið er búið að fara í æfingarferð til Frakklands og þar þéttuðu menn sig vel saman. Koma Erlings Richardssonar til eyjunnar hefur haft og mun hafa áhrif, þó menn viðurkenni ekki endilega að hann sé hluti af þjálfarateyminu.

Við segjum að flest eða nánast allt gangi upp hjá ÍBV í vetur og þeir kveiki strax í fyrstu leikjunum á flugeldasýningu sem gerir menn orðlausa. Þarna eru margir leikmenn sem ætla sér að vera á blaði hjá landsliðsþjálfaranum í vetur og þeir munu gera tilkall til þess.

Komnir
Róbert Sigurðson frá Akureyri
Aron Rafn Eðvarðsson frá Þýskalandi
Farnir
Kolbeinn Aron Ingibergsson til UMFA.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir