Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin fyrir Olís deild karla | 9.sætið

Spáin fyrir Olís deild karla | 9.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Við ætlum að skella nýliðum Fjölnis í 9.sætið. Lið Fjölnis er áþekkt að getu og Selfoss og ÍR, gamlir refir í bland við unga spræka stráka sem allir hafa metnað. Það voru fimm leikmenn sem voru allir um og yfir 100 marka menn í fyrra og þeir eru þarna allir ennþá.

Reynsluboltinn Sveinn Þorgeirsson mun ekki spila neitt í upphafi vegna meiðsla og þá mun nafni hans Jóhannsson einnig vera á sjúkralistanum í byrjun, þetta er smá áfall en það er til mannskapur þarna sem getur bætt þetta upp.

Það verður rosalega gaman að sjá hvernig t.d. stórskytta liðins undanfarin ár og unglingalandsliðsmaðurinn, Kristján Örn mun plumma sig í þessari deild, nú er komið að honum að tjá sig og sýna að hann sé klár í þetta.

Sigfús Páll er að spila sig í leikform þessa dagana og það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út með gömlum refum þarna eins honum, Andra Berg, Theodóri og Brynjari Loftssyni í bland við spræka stráka.

Heimavöllur liðsins er sterkur og liðið á mikinn fjölda stuðningsmanna sem getur reynst dýrmætt. Það verða trommur og læti á hverjum einasta heimaleik og liðið á dyggan hóp sem fylgir þeim á útivellina. Þetta á eftir að telja.

Það eru í raun ekki margir farnir og liðið hefur fengið vel upp í þá tvo leikmenn sem fóru. Liðið er með ungt en öflugt markvarðateymi og er betur statt þar en mörg önnur lið í deildinni. Þetta eru leikmenn sem lengi hafa beðið eftir þessu tækifæri að leika í deild þeirra bestu og það mun skipta máli hvernig Arnar Gunnarsson nær að stilla spennustigið hjá þeim.

Þetta er í raun ekta spennandi lið sem getur hoppað hvert sem er, bæði niður og upp, en okkar spá að þeir haldi dampi og verði á góðu róli sem er í raun vel ásættanlegur árangur fyrir lið sem er ekki enn farið að geta hreinlega keppt við sterkustu liðin og þann pening sem mörg lið hafa í leikmannakaup.

Komnir:
Theodór Ingi Pálmason frá KR.
Andri Berg Haraldsson frá KR.
Bergur Elí Rúnarsson frá KR.
Bjarki Snær Jónsson (M) frá UMFA.
Sigfús Páll Sigfússon tekur fram skóna.
Farnir:
Ko Takeuchi.
Jón Pálsson (M) hættur.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir