Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin fyrir Olís deild karla | 8.sætið

Spáin fyrir Olís deild karla | 8.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Stjórn Selfoss vildi stærra þjálfaranafn.  Þessi farsi sem þjálfarabreytingin var í sumar var ansi klaufarleg hjá stjórninni.

En allt í lagi, Selfoss fékk stærra nafn í brúnna en Stefán Árnason er svo það hlýtur þá að þýða að liðið eigi að verða ofar en 5.sætið sem varð niðurstaðan í fyrra. Til hvers annars að fá stærra og dýrara nafn?

Þetta að byggja upp til lengri tíma er farsi sem er löngu orðin útdauður í handboltabænum Selfossi. Menn hljóta að vilja að fara úr þeim pakka og eftir það sem búið er að leggja í pakkann í sumar er klárlega stefnt hátt.

En nei, liðið verður ekki ofar en í fyrra og þó liðið hafi fengið meira en fór í sumar, sem reyndar er bara mikil breyting frá síðustu árum, þá er þetta ekki mannskapur til að berjast við sterkustu lið landsins.

Það hefur reyndar farið lítið fyrir liðinu í sumar og hvort það er einhver herkænska hjá Patreki Jóhannessyni skal ósagt látið. Liðið sigraði Ragnarsmótið með tveim sigrum og einu jafntefli en það var alls ekki sterkt mót.

Árna Steins var beðið með eftirvæntingu í fyrra en hann gat þó spilað mun minna en vonir stóðu til og staðan er þannig núna að hann verður frá fram að áramótum eins og Guðjón hornamaður, þá er Anadin Suljakovic markmaður ekki orðinn löglegur með liðinu vegna pappírsmála sem er verið að leysa.

Auðvitað gæti liðið risið upp og komið á óvart með þennan mannskap sem er kominn. Menn vita bara ekki hvernig standið er á þessum leikmönnum en eins og fyrri ár má liðið klárlega ekki við miklum skakkaföllum í vetur.

Það er þó bara geggjað að Patrekur Jóhannsesson sé kominn aftur í íslensku deildina me og það vita allir að hann veit hvað hann er að gera. En það er pressa á honum og á að vera pressa að hann hafi veðjað á réttu hestana fyrir veturinn.

Það er erfitt að raða í 7., 8. og 9. sætin, en það verða ÍR, Selfoss, Fjölnir sem raða sér í þau. En guð minn góður ef Selfoss verður mikið neðar.

Komnir
Patrekur Jóhannesson þjálfari.
Örn Östenberg frá Svíþjóð.
Anadin Suljakovic (M) frá Qatar.
Atli Ævar Ingólfsson frá Þýskalandi.
Sölvi Ólafsson (M) frá UMFA.
Farnir
Stefán Árnason þjálfari.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir