Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Óflokkað » Spáin fyrir Olís deild karla | 6.sætið

Spáin fyrir Olís deild karla | 6.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Stjarnan lenti í fallsæti í fyrra en fjölgun í deildinni bjargaði því að liðið félli niður. Menn í Garðabænum hafa ekki áhuga á svoleiðis ströggli aftur og það er búið að bæta vel í mannskapinn.

Menn kalla þetta ball og eru þá að vísa til upphafstafina í Bjarka, Aron, Lárus og Leó Snær. Hvernig ballið verður á eftir að koma í ljós, en þetta eru allt saman frábærir leikmenn. Það er dýrt að setja upp svona ball ásamt því sem var fyrir á dagskránni.

Það er verið að kalla á árangur og það sem hefur kannski lagast hvað mest er að þarna er komið upp frábært markmannsteymi, liðinu vantaði góðan markmann með Sveinbirni í fyrra sem þó var frábær en hann gat líka átt slæma daga.

Aron Dagur var einn skemmtilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra en hann verður að haldast heill, Ólafur Gústafsson verður líka að haldast heill, ef hann verður þá áfram hérlendis í allan vetur. Stjarnan lífgaði uppá deildina í fyrra og við trúum og treystum að Einar Jónsson þjálfari muni halda áfram að fræða menn um dómgæslu.

Það skemmtilegasta við leiki Stjörnunnar í fyrra var spennan í leikjunum, liðið fékk varla nokkurn skell og það er ljóst að það verður ennþá svoleiðis í vetur. Sterkustu lið deildarinnar munu eiga erfiða leiki gegn þessu rándýra liði.

En árangur hlýtur að vera krafa frá skrifstofunni og ef ekkert gengur né rekur verður gripið til einhverra ráða. Nú eru bara spilaðar tvær umferðir og það er ekkert ráðrúm til að misstíga sig mikið í byrjun.

Varla er hægt að fá fleiri leikmennn svo íslenska aðferðin að skipta um mann í brúnni verður klárlega eitthvað sem við sjáum ef liðið verður í ströggli. Við spáum samt 6.sætinu, liðið gæti þó vel tekið eitt eða tvö af stóru liðunum og skellt fyrir neðan sig.

Komnir
Aron Dagur Pálsson frá Gróttu.
Bjarki Már Gunnarsson frá EHV Aue.
Lárus Gunnarsson frá Gróttu.
Leó Snær Pétursson frá Noregi.
Farnir:
Guðmundur S. Guðmundsson
Sverrir Eyjólfsson.
Finnur Jónsson.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir