Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin fyrir Olís deild karla | 5. sætið

Spáin fyrir Olís deild karla | 5. sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Tímabilið hjá Haukum mun svolítið ráðast af því hvernig liðinu gengur í fyrstu leikjunum en liðið vantar stóra pósta vegna meiðsla.

Við setjum Hauka í 5.sætið, á svipaðan stað og aðrir hafa verið að spá þeim en staðreyndin er að það er langt síðan Haukum hefur verið spáð svona neðarlega. Það er kannski eitthvað sem mun móta menn í fyrstu leikjunum og þeir eflist við það.

En menn eins og Andri Heimir og Guðmundur Árni munu þó koma og hjálpa til í fyrstu leikjunum, það eru menn með mikla reynslu sem er mikil búbót. Hvort það eitt og sér dugar mun koma í ljós. Haukar hafa svo langt sem menn muna verið að spila um titla og það er ljóst að þeir munu gera það í ár líka og ekki er hægt að vanmeta liðið þrátt fyrir að eitthvað vanti.

Tjörvi Þorgeirs er klár og hefur verið að æfa vel í sumar, tók sér svo smá hvíld eftir Hafnarfjarðarmótið en verður á skýrslu í fyrsta leik á mánudaginn. Það mun verða gríðarlega mikilvægt fyrir Hauka að hann nái sér vel og verði í góðu spilformi.

Björgvin Páll er svo auðvitað kominn í markið og han mun lemja vörnina fyrir framan sig vel saman. Það er alveg klárt að Bjöggi mun verða með betri markvörðum deildarinnar í vetur. Reyndar er vandamál Hauka í dag ekki endilega varnarleikurinn en sóknarlínan verður eitthvað stirð til að byrja með.

Mannskapurinn og reynslan í liðinu bæði utan og innan vallar getur að sjálfsögðu tekið á þessum vanda sem hrjáir liðið í fyrstu leikjunum og liðið hreinlega blómstrað. Þetta eru auðvitað Haukar og það þorir enginn að afskrifa þá.

Þeir fengu til sín leikmenn í glugganum sem eru engir aukvissar og þeir eru allir heilir. Kannski eru menn að gera fullmikið úr þessum meiðslum. En við á Fimmeinn segjum 5.sætið.

Komnir
Björgvin Páll Gústavsson (M) Þýskalandi.
Pétur Pálsson frá Kolstad.
Hall­dór Ingi Jónas­son frá FH.
Atli Már Báruson frá Val.
Farnir
Andri Heimir Friðriksson.
Elías Már Halldórsson í þjálfun.
Giedrius Mork­unas (M) Finnlandi.
Einar Pétur Pétursson.
Ivan Ivkovic.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir