Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin fyrir Olís deild karla | 4.sætið

Spáin fyrir Olís deild karla | 4.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Valsmenn hafa eins og fleiri lið gert talsverðar breytingar á hópnum hjá sér, ekki margir farnir en afar flottir leikmenn að koma inn.

Valsmenn voru með gríðarlega sterkt lið í fyrra, eina bestu útilínuna ásamt því að vera með besta varnarlið landsins.

Samt lenti liðið í 7.sætinu með lið eins og Fram, Selfoss og Gróttu fyrir ofan sig þrátt fyrir að vera með talsvert betri mannskap en þau lið. Eitthvað mikið var að á tímabili og eins voru meiðsli að hrjá liðið.

Það er mikill missir af Josip Juric og það hefur enginn séð almennilega hvort það skarð sé fyllt að fullu þó leikmenn séu komnir í hans stað. Þessi hópur þarf að sanna sig og það hefur oftar en ekki sýnt sig að þó hópurinn sé með mikið af stórum nöfnum og breiður hefur það ekki dugað til.

Umræðan var þannig þegar það var staðfest að Snorri Steinn hefði samið að það mætti rétta Val titlana strax. En þessi hópur þarf að slípa sig til eins og hjá öðrum og eitthvað segir manni að það gæti orðið erfitt fyrir tómu húsi. Dæmin sanna eins og t.d hjá Haukum og ÍBV gegnum tíðina að þú kaupir ekki titla þú þarft að sigra leiki til að fá þá.

Valsmenn gætu misst leikmenn út í atvinnumennskuna á tímabilinu og eins eru ekki allir 100% heilir í fyrstu leikjunum. Þetta lið gæti svo auðveldlega sigrað deildina en við segjum samt 4.sæti.

Komnir
Magnús Óli Magnússon frá Ricoh.
Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son (M) frá Víking.
Snorri Steinn Guðjónsson frá Frakklandi.
Árni Sigtryggsson Þýskalandi.
Farnir
Josip Juric Gric erlendis.
Atli Karl Bachmann erlendis.
Atli Már Báruson til Hauka.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir