Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin fyrir Olís deild karla | 3.sætið

Spáin fyrir Olís deild karla | 3.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Afturelding hefur bætt við sig leikmönnum í sumar og það eru nöfn sem geta eitthvað í handbolta, ekki bara einhver viðbót til að breikka hópinn.

Það að Davíð Svansson hafi hætt, en svo hætt við að hætta og samið við Víking var svarað með góðum mönnum í staðinn.

Einar Ingi er hrein viðbót og svo kemur Þorgrímur Smári inn. Það er að vísu spurningamerki hvernig hann muni passa þarna inn.

Það vita allir hvað hann getur en staða liðsins núna eftir sumarið er að það á varla neinn leikmaður fasta stöðu í byrjunarliðinu. Hópurinn er orðinn gríðarlega öflugur og það er klárt að Afturelding verður í toppbaráttunni.

Afturelding hefur undanfarna vetur verið í baráttunni og gert harða atlögu að titli en einhvern veginn alltaf rétt misst hann úr höndunum, áfram er haldið og þetta sýnir að það á að gera aðra atlögu með að styrkja hópinn enn meira.

Ein af ástæðum þess að Mosfellingar eru án titils má að einhverju leyti rekja til meiðslavandræða en meiðsli hafa elt liðið nánast öll tímabilin, það er hreinlega ótrúlegt hversu stórir póstar hafa dottið út og nánast rannsóknarefni.

Allir spá Aftureldingu í eitthvert af 4 efstu sætunum og við ætlum að segja að liðið verði heppið með meiðsli í ár og þar muni það hafa forskot á endasprettinum og taka 2.sætið með hjálp frábærra stuðningsmanna.

Komnir
Þorgrímur Smári Ólafsson frá Noregi.
Lárus Helgi Ólafsson (M) frá Gróttu.
Kolbeinn Aron Ingibergsson frá ÍBV.
Einar Ingi Hrafnsson frá Noregi.
Farnir
Davíð Svansson hættur.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir