Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Spáin fyrir Olís deild karla | 2.sætið

Spáin fyrir Olís deild karla | 2.sætið

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Við á Fimmeinn setjum FH í 2.sætið í deildinni en liðinu var spáð 3.sætinu af forráðamönnum liðanna fyrir tímabilið og það munar ekki miklu á stigunum á milli 2. og 3. sætisins.

FH var með best spilandi liðið og sýndi heilt yfir bestu spilamennskuna í deildinni í fyrra þrátt fyrir að vera með menn eins og Ísak og Ása ekki alveg 100% klára.

Ísak hefur verið að spila skyttuna á undibúningstímabilinu og sýnt það að hann gæti orðið einn af markahæstu skyttum deildarinnar. Liðið hefur styrkst gríðarlega að fá hann í sína uppáhaldsstöðu.

Það er engin kominn nýr í herbúðir liðsins og það er með hreinum ólíkindum að liðið í alvöru virðist ekki vanta neitt. En það er samt einfaldlega staðan, liðið er með frábæra leikmenn og og í raun vantaði ekkert. Þessi hópur er búinn að æfa gríðarlega vel í sumar ásamt því að menn hafa verið í landsliðsverkefnum.

Allir virðast 100% heilir og Gísli Þorgeir verður 100% klár áður en langt um líður. Halldór Jóhann sendir stór skilaboð til leikmanna að það sé enginn að koma og keppa um stöðurnar þeirra, þetta sé áfram algerlega í þeirra höndum að endurtaka leikinn aftur nú árinu eldri og ekki er meðalaldurinn hár í liðinu.

Það eitt og sér gefur leikmönnum mikið sjálfstraust og er mjög sterkur leikur hjá þjálfaranum. Þeir ætla sér að sanna það með honum að ekkert hafi vantað. Eina sem stoppar FH að verja deildarmeistaratitilinn er ÍBV.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir