Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem leikmenn Vals

Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem leikmenn Vals

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Valsmenn tilkynntu á blaðamannafundi nú í  hádeginu um komu Snorra Steins Guðjónssonar og Árna Sigtryggsonar til félagsins.

Snorri Steinn sem kemur frá Nimes í Frakklandi og hefur verið undanfarið orðaður við Valsliðið mun verða spilandi aðstoðarþjálfari en um leið mun Guðlaugur Arnarsson taka við sem aðalþjálfari liðsins.

Óskar Bjarni mun stíga til hliðar og einbeita sér að yngri flokkum félagsins ásamt að vera yfirþjálfari allra flokka og sjá um affreksmótun félagsins.

Árni Þór Sigtryggsson kemur frá Þýskalandi þar sem hann hefur spilað undanfarin ár en hann er örvhent skytta sem á án efa eftir að styrkja Valsliðið mikið.

Nánar verður fjallað um innihald fréttamannafundarins síðar í dag.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir