Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Óflokkað » Slúðrið í Íslenska boltanum

Slúðrið í Íslenska boltanum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Það styttist óðum í að liðin í efstu deildum karla og kvenna hefji leik á Íslandsmótinu.

Fimmeinn hefur verið í rólega gírnum í sumar og notið blíðunnar, en við hefjum nú okkar tímabil á brakandi ferskum slúðurpakka .

Það skal bent á að þetta er aðeins orðrómur og ekkert af þessu hefur verið staðfest frá félögunum sjálfum.

Valsmenn hafa verið að bæta vel við sig af leikmönnum í sumar en þeir eru ekki hættir og heyrst hefur að þeir hafi hrifist af Valdimar Sigurðssyni línumanni Fram og séu í viðræðum við hann að taka slaginn á Hlíðarenda þar sem hann er uppalinn.

Stefán Darri gekk til liðs við Stjörnuna frá Fram fyrir síðasta tímabil en hann mun stoppa stutt við og hefur ákveðið að færa sig um set og er Austurbergið í Breiðholti líklegur næsti viðkomustaður.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem lék mikið með U liði Vals og var með þeim í Evrópuhópnum fékk fá tækifæri með liðinu og hefur ákeðið að færa sig til Gróttu.

Valsmenn munu ekki halda öllum sínum mannskap sem var fyrir því samkvæmt sögusögnum mun Alexander Júlíusson vera á förum frá félaginu og já þrátt fyrir að það sé stórt Valshjarta í fjöldskyldunni hans er samkeppnin um hans stöðu orðin einfaldlega of mikil. Valshöllin nötrar yfir þessu.

Ramune Pekarskyte stórskytta Hauka hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið en á því er eðlileg skýring. Hún mun leika með Stjörnunni í vetur samkvæmt upplýsingum Fimmeinn.

Karen Helga Díönudóttir sem hefur verið leika í danmörku í vetur meðan hún hefur verið í námi en lék einnig með Haukum undir lok vetrar er á heimleið og þó flestir teldu líklegast að hún færi aftur í Hauka mun ÍBV verða líklegasti viðkomustaður hennar í vetur.

Fram hefur ekki farið mikið á leikmannamarkaðnum í sumar og finnst mörgum það eðlilegt þar sem ólíklegt þykir að þeir geti bætt miklu við sig. Bræðurnir Sverrir Eyjólfsson og Hrannar Bragi Eyjólfsson sem eru nú samningslausir hjá Stjörnunni gætu þó leikið með Safamýrapiltum í vetur.

Og meira af Valsmönnum því sterkur orðrómur gengur nú um Hafnarfjörðinn að Haukar séu að tryggja sér Atla Bárusson frá Val að láni yfir tímabilið.

Bergvin Þór Gíslason leikmaður Akureyrar var að koma úr erfiðum meiðslum síðasta vetur en náði þó aðeins að setja mark sitt fyrir félagið í 10 leikjum en hann verður samkvæmt upplýsingum Fimmeinn með ÍR ingum í vetur.

Við ljúkum þessu frá skrifstofumálum HSÍ en Gróttumaðurinn, Andri Sigfússon hefur samkvæmt upplýsingum Fimmeinn verið ráðinn í starf bókara ásamt öðrum tilfallandi störfum innan HSÍ. Starf sem HSÍ auglýsti laust 8 júní s.l. Ekki lýðræðislegasta ráðning sem gerð hefur verið segja margir innan handboltans ef rétt er en Andri er toppmaður segjum við á Fimmeinn.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir