Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » HM 2017 » Slóvenía stal bronsinu eftir að hafa verið með tapaðan leik í höndunum

Slóvenía stal bronsinu eftir að hafa verið með tapaðan leik í höndunum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Slóvenía vann bronsið nú í kvöld þegar þeir sneru nánast töpuðum leik sér sér í vil en þeir voru mest komnir 8 mörkum undir á tímabili en með glæsilegum kafla í seinni hálfleiks sigruðu þeir með einu marki, 31-30.

Króatar voru snemma í leiknum komnir með 3-4 marka forystu með öflugum varnarleik en Slóvenía var þó aldrei langt undan og þegar fyrri háfleikur var hálfnaður var munurinn aðeins 1 mark, 9-8.

Króatar gerðu þá 3 mörk í röð og komust í 12-8 og sá munur hélst út fyrri hálfeikinn og staðan þegar flautað var til leikhlés 18-13.

Slóvenar gerðu svo fína árás í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 3 mörk, 18-15 og þegar menn héldu að þetta væri að detta í alvöru leik aftur keyrðu Króatar hreinlega yfir Slóveniu aftur og gerðu 4 mörk í rööð og staðan orðin 22-15 á 40 mínútu.

Slóvenar virtust missa alla trú á þessu verkefni í kjölfarið og gerðu hver klaufamistokin á fætur öðru og lentu í kjölfarið 7 mörkum undir, 25-18. Markvarsla Slóvena aðeins rétt um 20% á meðan Króatar voru í tæpum 30%.

Slóvenar hresstust þó og minnkuðu muninn í 4 mörk þegar rétt um 10 mínútur voru eftir og þeir voru svo búnir að minnka í 1 mark þegar 5 mínútur voru eftir, 29-28. Þvílíkur karakterskafli hjá Slóveníu. Cingesar jafnaði svo í 29-29 með glæsilegu marki úr horninu og allt ætlaði um koll að keyra.

Slóvenar komust svo yfir í fyrsta skipti síðan 3-2 og staðan 31-30 þegar hálf mínúta var til leiksloka og tíminn og knappur fyrir Króatíu sem klúðruðu síðustu sókn sinni og lokatölur, 31-30.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir