Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Yngri landslið Íslands » Sigursteinn Arndal: „Erum að fara í gríðarlega erfitt verkefni gegn Túnis“

Sigursteinn Arndal: „Erum að fara í gríðarlega erfitt verkefni gegn Túnis“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Sigursteinn Arndal annar þjálfar U-21 árs liðs karla sem statt er á HM í Alsír segir að liðið munu mæta klárt í erfitt verkefni í dag eftir tap gegn Króötum í siðasta leik.

Ísland endaði í 2.sæti D riðilsins og mætir liði Túnis í dag í 16 liða úrslitum mótsins og Sigursteinn fer ekkert leynt með það að erfiður leikur sé framundan.

Liðið sé ósátt með frammistöðu sína gegn Króatíu þar sem liðið hefði aðeins sýnt góðan karakter í seinni háfleik.

„Við vorum mjög ósáttir við tapið gegn Króötum, við vorum undir í öllum þáttum leiksins í fyrri hálfleik. Við sýndum góðan karakter í seinni hálfleik og það vantaði ekki mikið upp á að við myndum jafna leikinn. Nú vinnum við bara í því að frammistaða eins og í fyrri hálfleik endurtaki sig ekki“.

Hvernig líst þér á lið Túnis og hvar er þeirra styrkleiki helst?
„Það er engin spurning að við erum að fara í gríðarlega erfitt verkefni. Túnis er með frábært lið og hæst rankaða Afríkuþjóðin inn á HM. Þeir spila á háu tempói, eru líkamlega sterkir og með öflugar skyttur. Varnarlega spila þeir tvö afbrigði af vörn og eru með virkilega góðan markmann.

„Við erum núna búnir að nota síðasta sólarhringinn til að undirbúa okkur eftir bestu getu, við ætlum okkur að mæta klárir til leiks og ætlum okkur sigur“.

Eru allir heilir fyrir leikinn á miðvikudag, sá að Arnar Freyr fór meiddur af velli undir lok síðasta leiks?
„Já það eru allir heilir og tilbúnir í leikinn,“ sagði Sigursteinn að lokum en leikur Íslands og Túnis hefst klukkan 13:00 í dag.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir