Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Sigurjón Friðbjörn dregur fram skóna og semur við HK

Sigurjón Friðbjörn dregur fram skóna og semur við HK

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur samið við HK um að leika með meistaraflokki karla á næsta tímabili.

Sigurjón, sem er örvhentur hornamaður, er reynslumikill leikmaður sem var meðal annars í Íslandsmeistaraliði HK 2012 og Bikarmeistaraliði ÍR 2013.

Sigurjón Friðbjörn lagði skóna á hilluna í fyrravetur og þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR en sagði starfi sínu lausu þar eftir tímabilið.

Það er ljóst að Sigurjón styrkir hið unga lið HK á næsta tímabili og er Handknattleiksdeild HK afar ánægt að fá jafn reynslumikinn og flottan karakter til liðs við félagið, segir í tilkynningu frá félaginu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir