Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Sigfús Páll Sigfússon að semja við Fjölni

Sigfús Páll Sigfússon að semja við Fjölni

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
Mynd jgk

Mynd jgk

Athygli vakti í leik Fjölnis og Ungmennaliðs Stjörnunnar í fyrstu umferðinni að Sigfús Páll Sigfússon fyrrum leikmaður Fram en hefur spilað í Japan undanfarið var á skýrslu Grafarvogsliðsins.

Sigfús er að ná sér eftir erfið veikindi og var starfsmaður á varamannabekk liðsins í gærkvöldi, en hann hefur þó aðeins gripið í bolta unanfarið og til stendur að hann muni aðstoða liðið á vellinum í vetur.

Þetta yrði mikill hvalreki fyrir Fjölni ef af verður enda Sigfús með mikla reynslu og var einn traustasti stólpi Framliðsins lengi vel. Sigfús varð meðal annars Íslandsmeistari með Fram 2013 áður en hann hélt út til japans að spila.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir