Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Óflokkað » Patrekur: „Ég hef lært helling síðan ég var í deildinni síðast“

Patrekur: „Ég hef lært helling síðan ég var í deildinni síðast“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Patrekur Jóhannesson er mættur aftur í íslenska boltann og mun stýra liði Selfoss í vetur. Patti er sáttur með þann tíma sem hann hefur átt á undirbúnignstímabilinu.

„Ég er bara mjög spenntur fyrir tímabilinu, þetta er frábært umhverfi sem ég er kominn í hérna á Selfossi“.

„Það að geta unnið með mönnum eins og Jón Birgir, Véstein, Rúnari Hjálmars, Grím, Einari Guðmunds, Þóri Ólafs og fleirum er eiginlega bara draumur. Þetta er hrikalega öflugt teymi sem maður er með með sér að það er ekki annað hægt an að hlakka til“.

„Undirbúnigstímabilið hefur gengið vel að mínu mati við höfum spilað vel ásamt því að hafa líka spilað illa. Við erum fyrst og fremst að hugsa um að ná stöðugleikanum í leik okkar. Það mun skipta okkur miklu máli“.

„Við byrjuðum eftir miðjan Júlí og þá reyndar vantaði okkur þá menn sem voru í yngri landsliðsverkefnum svo við erum ekki búnir að vera fullmannaðir nema síðustu tvær vikurnar. Við tókum svo æfingaferð til Álaborgar þar sem unnið var mikið í styrk ásamt því að menn bara þjöðppuðu sig vel saman“.

„Við höfum í raun ekkert verið að styrkja okkur mikið nema auðvitað fengið til okkar Atla Ævar sem sem ég hef mikið álit á. Örn Östenberg kemur svo frá Svíþjóð og Sölvi kemur  í markið en hann er upalinn hjá félaginu“.

„Staðreyndin er sú að af þeim 14 leikmönnum sem verða í hópnum í fyrsta leik á morgun eru 12 af þeim uppaldir Selfyssingar og það er bara ansi vel gert og þekkist ekki hjá mörgum liðum. Þetta eru bara strákar sem ég treysti og trúi á að muni standa sig“.

En eru allir klárir í fyrsta leik?
„Nei ekki alveg, útlendingurinn í markinu er ekki kominn með leikheimild og við bíðum eitthvað aðeins með að það verði klárt, ég þekki þá bara vinnu ekki en það er að klárast vonandi. Árni Steinn er ekki tilbúinn þó að hann hafi verið að æfa í sumar fór hann í speglun í síðustu viku og hann þarf smá meiri tíma, ég vonast að hann eftir rúman mánuð og þannig er það einnig með Guðjón hornamann hjá okkur“.

En eftir það sem undan er gengið og að þú hafir verið ráðinn sem þjálfarinn með stóra nafnið, finnurðu þá fyrir pressu?
„Nei alls ekki, auðvitað er alltaf pressa á að liðinu gangi vel. Liðinu gekk vel á síðustu leiktíð og þar gerði Stefán Árnason frábæra hluti með liðið, Ég var ráðinn til tveggja ára og veit hvað ég ætla að gera á þessum tveim árum. Ég er betri þjálfari en þegar ég fór frá Haukum og fór erlendis og hef lært mikið. Það var bara rétti tímapunkturinn að mínu mati að fara út og taka nýrri áskorun og læra meira“.

„En ég held að allir á Selfossi horfi til næstu tveggja ára og við getum verið búnir að koma okkur á ákveðin stall þá. Allavega hlakkar mig mikið til til þessara ára“.

Fyrsti leikur er gegn Stjörnunni þar sem þú ert uppalinn svo þarftu að mæta Haukum sem þú gerðir að íslandsmeisturum áður en þú fórst út. Hvernig verður að mæta þessum liðum?
„Það er ekkert öðruvísi en einhver annar leikur, þetta verður baraátta í 60 mínútur og svo fer maður bara og faðamar alla þesa menn að sér. Ég á syni bæði í Haukum og Stjörnunni í dag og ber hl+yjar taugar til beggja þessara félaga“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir