Í dag er Sunnudagur 23. júlí 2017
FRÉTTIR

Nýjustu færslur

6. júl 13:00 -

Miklar breytingar hjá Valsliðinu komu fram á fréttamannafundi í dag

Eins og áður hefur komið fram í dag voru Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem nýjir leikmenn Vals ásamt því að Snorri Steinn mun verða annar þjálfari liðsins. Óskar Bjarni Óskarsson mun stíga hálfpartinn til hliðar en hann verður þó áfram í öllum skúmaskotum Valsheimilisins og mun bæði koma til aðstoðar hjá meistaraflokki karla og kvenna eftir því sem ... Lesa meira »

6. júl 12:38 -

Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem leikmenn Vals

Valsmenn tilkynntu á blaðamannafundi nú í  hádeginu um komu Snorra Steins Guðjónssonar og Árna Sigtryggsonar til félagsins. Snorri Steinn sem kemur frá Nimes í Frakklandi og hefur verið undanfarið orðaður við Valsliðið mun verða spilandi aðstoðarþjálfari en um leið mun Guðlaugur Arnarsson taka við sem aðalþjálfari liðsins. Óskar Bjarni mun stíga til hliðar og einbeita sér að yngri flokkum félagsins ... Lesa meira »

5. júl 17:39 -

U-17 kvenna – Lokahópur fyrir EM

HSÍ Fimmeinn

Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson hafa valið 16 manna lokahóp U-17 kvenna fyrir EM sem fer fram í Makedóníu í ágúst. Æfingar hefjast föstudaginn 14. Júlí. Hópurinn er eftirfarandi: Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar Auður Ester Gestsdóttir, Valur Berta Rut Harðardóttir, Haukar Birta Rún Grétarsdóttir, HK Embla Jónsdóttir, FH Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram Ísabella Maria Eriksdóttir, Valur ... Lesa meira »

5. júl 13:02 -

Egill Magnússon áfram hjá Team Tvis Hol­ste­bro

Eg­ill Magnús­son mun verða áfram hjá danska úr­vals­deild­arliðinu, Team Tvis Hol­ste­bro á næstu leiktíð og mun þar með hefja sína þriðju leiktíð þar. Eg­ill sem hef­ur verið ein­stak­lega óhepp­inn með meiðsli í hné síðustu tímabil staðfesti þetta við MBL.is í dag og sagði um leið að hann gerði sér góðar vonir um að meiðsli hans væri á batavegi og hann ... Lesa meira »

5. júl 12:14 -

Hrafn Valdísarson í mark Víkings

Hrafn Valdísarson markmaður úr KR hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Hrafn sem var einn af lykilmönnum KR á síðasta tímabili, uppalinn Stjörnumaður. Hrafn er metnaðarfullur leikmaður, sem á framtíðina fyrir sér. “Hrafn passar fullkomnlega inn í það umhverfi sem við erum að byggja upp í Víking, 23 ára, með metnað til að verða betri og það eru ... Lesa meira »

4. júl 23:12 -

Heimir Ríkarðs: „Varnarleikurinn að skila okkur mörgum mörkum“

Íslensku strákarnir í U-17 landsliði karla kláruðu undanriðil sinn á European Open í Svíþjóð með fullt hús frá burnaby real estate stiga og liðið því komið í milliriðil en Heimir Ríkarðsson þjálfari liðsins segir það ákveðin sigur. „Við fórum af stað í þetta mót án þess að vita hvar við stæðum og án mikilla væntinga. þar sem við erum að fara á ... Lesa meira »

4. júl 20:27 -

Axel Stefáns: „Höfum neyðst að henda ungum leikmönnum út í djúpu laugina“

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna var í viðtali við Gest Einarsson á Suðurland FM og ræddi þar málefni kvennalandsliðsins. Axel ræddi þar undirbúning liðsins fyrir EM en hann stendur nú sem hæðst. „Við byrjuðum eiginlega í mars þegar við vorum í Hollandi og svo höfum við verið að vinna áfram núna síðustu vikurnar hérna heima en svo förum við ... Lesa meira »

4. júl 19:06 -

U-17 | Strákarnir fá Eista, Pólverja og Austurríki í milliriðli Euro Open

Strákarnir í U-17 ára landsliðinu leika tvo leiki á morgun á European Open í Svíþjóð en fyrri leikurinn er gegn Austurríki en sá seinni gegn Póllandi. Austurríki var í efsta sæti síns riðils og voru með fullt hús stiga eins og Íslenska liðið en Pólverjar töpuðu einum leik í sínum riðli. Íslenska liðið sigraði sinn undanriðill eins og við greindum ... Lesa meira »

3. júl 8:00 -

Reynsluboltinn Dröfn Haralds komin í mark Stjörnunnar

Markmaðurinn, Dröfn Haraldsóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna úr Val  og þar með er Stjarnan að fylla upp í skarð Hafdísar Renötudóttur sem hélt út í atvinnumennskuna í sumar. Dröfn á að baki 9 A landsliðsleiki og er mikill reynslubolti en hún hefur áður spilað með HK, ÍBV, FH og Val er mikil styrking fyrir deildar og bikarmeistarana að ... Lesa meira »

1. júl 14:32 -

Félagaskiptin í efstu deild kvenna

Eins og venjulega þegar handboltavertíðinni lýkur fara félagaskiptin af stað og það má búast við líflegum hreyfngum í sumar. Við á Fimmeinn munum eins og venjulega fylgjast vel með þeim félagaskiptum sem verða og birta hér að neðan öll helstu félagaskipti sem staðfest hafa verið frá félögunum kvennamegin. HAUKAR Komnar Elías Már Halldórsson þjálfari. Þórhildur Bragadóttir frá HK. Rakel Sigurðardóttir ... Lesa meira »

1. júl 14:12 -

A landslið kvenna | Axel hefur valið 17 leikmenn til Danmerkurferða

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavik og Kaupmannahöfn 24. – 30. júlí. Liðið mun æfa fyrstu þrjá dagana í Reykjavík en ferðast svo til Kaupmannahafnar þar sem spilað verður við danska liðið Köbenhavn HB og sænska meistaraliðið H65 Höör. Auk þess verður æft með danska liðinu. Leikirnir ... Lesa meira »

29. jún 13:22 -

Íslenski boltinn kominn yfir á 365 miðla

Í dag var undirritaður samningur á milli HSÍ og 365 miðla um sýningarrétt í sjónvarpi frá leikjum Olísdeilda karla og kvenna. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára. Olís mun áfram verða aðalstyrkataraðili deildanna tveggja en mikið verður laggt upp með að gera handboltanum góð skil. Þá verður á dagskrá markaþáttur þar sem hver umferð verður gerð upp, líkt og þekkist ... Lesa meira »

28. jún 12:14 -

Aron Pálmarsson búinn að semja við Barcelona

Samkvæmt spænska fréttamiðlinum mundodeportivo.com hefur Aron Pálmarsson samið við spænska risann Barcelona og aðeins er eftir að ganga frá hvenar nákvæmlega Aron gengur í raðir liðsins. Aron fór strax eftir landsleikinn gegn Úkraínu til Spánar og ræddi þar við forráðamenn félagsins en stórliðið PSG var einnig á höttunum eftir Aroni. Það hefur áður komið fram hjá Aroni að það hafi lengi verið ... Lesa meira »

Recent Posts