Í dag er Sunnudagur 23. júlí 2017
FRÉTTIR

Nýjustu færslur

21. maí 17:34 -

VALUR ÍSLANDSMEISTARI 2017

Valsmenn eru íslandsmeistarar í ár eftir sigur á FH í Kaplakrika 20-27 en FH var sterkari aðilinn í fyrri háfleik og Valur komst ekki yfir fyrr en í seinni hálfleik. Það voru heimamenn sem komust yfir 2-0 eftir hraðar fyrstu mínútur. Valsmenn drógust ekki meira aftur en það og eftir 12 mínútna leik var allt í járnum og staðan 5-5. ... Lesa meira »

21. maí 10:00 -

Anton og Gylfi dæma leikinn í dag | Þriðji leikurinn í þessu einvigi sem þeir dæma

það verður sjálfsagt ekki öfundsvert hlutverk að dæma úrslitaleikinn í dag milli FH og Vals enda hefur einvígið verið ein stór slagsmál að margra mati enda tvö frábær varnarlið á ferðinni sem gefa ekkert eftir. Það mun þó koma í hlut Antons Gylfa Pálssonar og Jónasar Elíassonar að dæma leikinn í dag og að venju eins og í þessari úrslitakeppni ... Lesa meira »

21. maí 8:30 -

Valsmenn hafa hefðina með sér fyrir úrslitaleikinn í dag

FH og Valur sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn í dag klukkan 16 eru bæði afar sigursæl í íslenskum handbolta og án efa en af stærstu félögum landsins. Valsmenn hafa þó vinninginn yfir fjölda íslandsmeistaratitla en liðið hefur 21 sinni hampað tiltinum meðan FH ingar hafa 16 sinnum orðið íslandsmeistarar. Valur varð íslandsmeistari síðast árið 2007 en þá liðu 9 ár á ... Lesa meira »

21. maí 8:00 -

Íslandsmeistarar verða krýndir í dag.

Það kemur í ljós í dag í Kaplakrika þegr FH og Valur mætast í hreinum úrslitaleik hverjir verða Íslandsmeistarar karlameginn 2017. Leikurinn hefst klukkan 16.00 en það er full ástæða til að mæta alalvega tveim tímum fyrr og taka þátt í öllum þeim uppákomum sem verða á boðstólnum auk þess að ná sér í grillaða hamborgara. Leikir þessara liða hafa ... Lesa meira »

20. maí 22:43 -

Gunnar Magnússon: „Þjálfararnir þurfa að hitta á rétt spennustig hjá sínu liði“

Það er í nógu að snúast hjá FH og Val síaðsta sólarhringinn fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn sem háður verður í Kaplakrika á morgun klukkan 16:00. Leikmenn voru á æfingu í dag og vita nokkuð sitt hlutverk er en þjálfarateymi liðanna tveggja hafa sjálfsagt átt einhverjar andvökunætur síðan einvígið hófst. Við forvitnuðumst um það hjá reynslutröllinu Gunnari Magnússsyni þjálfara Hauka hvað ... Lesa meira »

20. maí 17:07 -

Ísak Rafnsson: „Ég var upp í stúku síðast þegar FH varð meistari“

Ísak Rafnsson er einn af þeim gegnheilu FH ingum í liði FH og hann þekkir það út og inn að leika stóra leiki fyrir félagið en einn stærsi leikur hans er vafalítið leikurinn á morgun gegn Val. Ísak segir að þetta séu einfaldega stærstu leikirnir sem menn leika í handbolta hér heima. „Þetta er engin venjulegur leikur og einfaldlega stærsti ... Lesa meira »

20. maí 16:31 -

Afskaplega lítill kærleikur til eftir þessa fjóra leiki hjá FH og Val

Það er ljóst eftir þá fjóra leiki sem búnir eru í einvigi FH og Vals að það ríkir afskaplega lítill kærleikur milli liðanna og mikið hefur verið um slagsmál inná vellinum. Tveir leikmenn hafa misst hluta úr tönn í þessum viðureignum en það eru þeir Ýmir Örn Gíslason og Einar Rafn Eiðsson. Þá hafa brottrekstar sést eftir að leikmenn hafa ... Lesa meira »

20. maí 12:23 -

Forsala í dag í Kaplakrika frá kl. 10-15 | Blásið í risa veislu á morgun

Það verður mikið um að vera í Kaplakrika á morgun þegar FH og Valur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 16 í en eins og fyrir síðustu leiki verður mikið um að vera í Krikanum fyrir leik. Dagskráin er ekki að verri endanum þar sem borgarar verða á grillinu, tónlistarstjörnur troða upp og margt fleira. Fimmeinn heyrði í ... Lesa meira »

19. maí 14:20 -

U-21 karla | Æfingahópurinn fyrir HM í sumar klár

Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson hafa valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. Æfingarnar hefjast mánudaginn 29. maí með líkamlegum prófum, tímasetning verður auglýst síðar. Hópinn má sjá hér: Arnar Freyr Arnarsson, ... Lesa meira »

19. maí 13:25 -

Stálmúsin skrifaði undir hjá KA

Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyri Handboltafélags, hefur ákveðið að snúa aftur heim og taka slaginn með KA í 1. deildinni næsta vetur. Það þarf ekki mörg orð um ágæti Andra Snæs, hvorki innan né utan vallar. Andri hefur gegnt fyrirliðastöðu Akureyri Handboltafélags undanfarin ár og var m.a. valinn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og er leikjahæsti leikmaður í sögu ... Lesa meira »

19. maí 10:03 -

Valsmenn spilað 55 leiki í öllum keppnum í vetur

Leikjaálag Valsmanna hefur annarslagið dúkað upp í vetur og verið rætt en það er ljóst að liðið hefur spilað fleiri leiki en öll önnur lið í deildinni í vetur. Leikurinn í gær á móti FH var leikur númer 55 sem liðið spilar í öllum keppnum síðan handboltatímabilið hófst í haust. Liðinu gekk afskaplega vel í Evrópuævintýri sínu og var í ... Lesa meira »

18. maí 22:58 -

Gísli Þorgeir: „Það væri fáránlegt af mér að taka ekki af skarið ef ég get það“

Gísli Þorgeir Kristjánsson áttti enn einn stórleikinn í kvöld þegar FH jafnaði metinn á móti Val og eftir situr að oddaleikur verður á sunnudaginn um titilinn. Gísli sagði það hafa verið mikilvægt að þegar Valsmenn náðu að saxa á forskotið að þá gíruðu menn sig í að taka bara eina sókn og eina vörn í einu og það hefði tekist ... Lesa meira »

Recent Posts