Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
FRÉTTIR

Nýjustu færslur

10. júl 23:40 -

Helena Rut Örvarsdóttir semur við Byåsen Elite

Helena Rut Örvarsdóttir leikmaður Stjörnunnar er samkvæmt heimildum Fimmeinn búin að semja við norska stórliðið Byåsen Elite. Helena sem var ein af sterkustu stoðum Stjörnunnar á síðustu leiktíð hefur verið undanfarið að skoða aðstæður og ræða við forráðamenn norska liðsins og eftir því sem Fimmeinn kemst næst hefur Helena skrifað undir 2 ára samning við félagið. Byasen er eitt af ... Lesa meira »

10. júl 17:29 -

Davíð Svansson ver mark Hvíta Riddarans í vetur

Davíð Svansson  hef­ur skrifað und­ir eins árs samn­ing við hand­knatt­leiks­deild Hvíta Riddarans. Hann kem­ur til fé­lags­ins frá Aftureldingu. Davíð var búinn að gefa það út að hann væri hættur í handknattleik og myndi snúa sér alfarið að þjálfun en hann er og verður áfram með kvennalið Aftureldingar ásamt Haraldi Þorvarðarssyni. Hvíti Riddarinn mun leika í 1. deildinni á komandi tímabili, ... Lesa meira »

10. júl 17:23 -

KA samdi við Færeyska örvhenta skyttu

Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við unga og efnilega örvhenta skyttu frá Færeyjum. Sá heitir Áki Egilsnes og er fæddur árið 1996. Áki kemur til liðs við KA frá VÍF í Færeyjum, en þar áður lék hann með TMS Ringsted í næst efstu deild í Danmörku. Áki er gríðarlega öflug og efnileg skytta, 187 cm á hæð og aðeins 21 ... Lesa meira »

10. júl 17:18 -

FH ingar komnir í Evrópukeppnina

FH ingar munu taka þátt í Evrópukeppni EHF en umsókn þeirra um að koma inn sem aukalið hefur verið samþykkt af Ehf. FH var með keppnisrétt í áskorendakeppni EHF en afþökkuðu það en sóttu um að koma inn í aðalkeppnina í staðinn. Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar sagði við Fimmeinn í dag vera afar sáttur með niðurstöðu EHF og að sjálfsögðu ... Lesa meira »

7. júl 22:25 -

U-17 karla | 3 sætið á European Open og Stiven Valencia valinn í All star

U-17 ára landslið Íslands vann Noreg 31-25 í Scandinavium höllinni í Gautaborg og tryggði sér þar með 3. sætið á European Open. Leikurinn fór fjörlega af stað, íslenska liðið byrjaði betur en Norðmenn komu sterkir tilbaka og náðu 4 marka forystu þegar 23 mínútur voru liðnar. Strákarnir okkar tóku þá mikinn sprett, jöfnuðu leikinn og komust yfir á örskömmum tíma. ... Lesa meira »

7. júl 12:37 -

Jóhann Reynir skiptir um lið í danmörku

Jóhann Reynir Gunnlaugsson fyrrum leikmaður Víkings sem samdi við Lemvig í fyrra hefur samið við Randers og mun því spila með þeim á næsta tímabili. Þetta er talsvert stökk handboltalega séð fyrir Jóhann enda Randers mun meira atvinnumannalið og stærri klúbbur í danmörku. Jóhann hefur átt góðu gengi að fagna hjá Lemvig og er mikil ánægja hjá Randers að hafa náð ... Lesa meira »

7. júl 12:31 -

U-21 karla með sigur á þjóðverjum í æfingaleik

U-21 árs landslið karla sigraði í gær Þýskaland 33-30 í æfingarleik en leikið var í Konstant í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 18-14 Íslandi í vil. Strákarnir eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir HM sem fram fer í Alsír í sumar og mæta þeir Frökkum í 2 vináttulandsleikjum um helgina. Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Ómar Ingi Magnússon 6, ... Lesa meira »

7. júl 8:17 -

Hildur Karen komin í Aftureldingu

Hildur Karen Jóhannsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við Aftureldingu en karen leikur bæði sem miðja og skytta. Hildur Karen er uppalin Fjölnisstelpa sem byrjaði að æfa handbolta 7 ára gömul. Hildur Karen gekk til liðs við Fylki í 4.flokki og hefur spilað þar síðan og staðið sig vel. „Hildur hefur tekið þátt í öllum yngri landsliðum í gegnum ... Lesa meira »

6. júl 15:14 -

Gísli Þorgeir fór úr lið á olnboganum | Ekki brotinn eins og óttast var

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikstjórnandi FH fór úr lið á olnboga á skothendi á landsliðsæfingu í gær og mun verða frá æfingum og keppni í 6-12 vikur. Þetta er mikið áfall fyrir FH en einnig var það í stöðunni samkvæmt heimildum Fimmeinn að hann færi út til Þýskalands og skrifaði undir samning við Kiel þó hann ætlaði sér þó að vera áfram ... Lesa meira »

6. júl 13:00 -

Miklar breytingar hjá Valsliðinu komu fram á fréttamannafundi í dag

Eins og áður hefur komið fram í dag voru Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem nýjir leikmenn Vals ásamt því að Snorri Steinn mun verða annar þjálfari liðsins. Óskar Bjarni Óskarsson mun stíga hálfpartinn til hliðar en hann verður þó áfram í öllum skúmaskotum Valsheimilisins og mun bæði koma til aðstoðar hjá meistaraflokki karla og kvenna eftir því sem ... Lesa meira »

6. júl 12:38 -

Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem leikmenn Vals

Valsmenn tilkynntu á blaðamannafundi nú í  hádeginu um komu Snorra Steins Guðjónssonar og Árna Sigtryggsonar til félagsins. Snorri Steinn sem kemur frá Nimes í Frakklandi og hefur verið undanfarið orðaður við Valsliðið mun verða spilandi aðstoðarþjálfari en um leið mun Guðlaugur Arnarsson taka við sem aðalþjálfari liðsins. Óskar Bjarni mun stíga til hliðar og einbeita sér að yngri flokkum félagsins ... Lesa meira »

5. júl 17:39 -

U-17 kvenna – Lokahópur fyrir EM

HSÍ Fimmeinn

Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson hafa valið 16 manna lokahóp U-17 kvenna fyrir EM sem fer fram í Makedóníu í ágúst. Æfingar hefjast föstudaginn 14. Júlí. Hópurinn er eftirfarandi: Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar Auður Ester Gestsdóttir, Valur Berta Rut Harðardóttir, Haukar Birta Rún Grétarsdóttir, HK Embla Jónsdóttir, FH Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram Ísabella Maria Eriksdóttir, Valur ... Lesa meira »

5. júl 13:02 -

Egill Magnússon áfram hjá Team Tvis Hol­ste­bro

Eg­ill Magnús­son mun verða áfram hjá danska úr­vals­deild­arliðinu, Team Tvis Hol­ste­bro á næstu leiktíð og mun þar með hefja sína þriðju leiktíð þar. Eg­ill sem hef­ur verið ein­stak­lega óhepp­inn með meiðsli í hné síðustu tímabil staðfesti þetta við MBL.is í dag og sagði um leið að hann gerði sér góðar vonir um að meiðsli hans væri á batavegi og hann ... Lesa meira »

5. júl 12:14 -

Hrafn Valdísarson í mark Víkings

Hrafn Valdísarson markmaður úr KR hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Hrafn sem var einn af lykilmönnum KR á síðasta tímabili, uppalinn Stjörnumaður. Hrafn er metnaðarfullur leikmaður, sem á framtíðina fyrir sér. “Hrafn passar fullkomnlega inn í það umhverfi sem við erum að byggja upp í Víking, 23 ára, með metnað til að verða betri og það eru ... Lesa meira »

Recent Posts